Úrval - 01.03.1978, Blaðsíða 100

Úrval - 01.03.1978, Blaðsíða 100
98 ÚRVAL Hann vaknaði á friðsælum morgni, sólbjörtum, næstum í logni. Hann staldraði stundarkorn við grafhýsið og muldraði stutta bæn fyrir sál hins látna, og bætti við hana nokkrum orðum um sína eigin velferð. Svo axlaði hann sleðataumana og dró sleðann af stað niður hallann. Hann hrasaði og féll, og fann til nýs sársauka í fótunum, eymsla sem bárust upp um öklana upp í fótlegg- ina. Hann var ákveðinn að komast 15 kílómetra þennan dag og hélt ótrauður áfram. En fljótlega tók hann eftir dúandi þyngslatilfínningu í fótunum. Hann settist á sleðabrúnina og fór úr stígvélunum og sokkumm. Honum féll allur ketill í eld, þegar hann sá á sér fæturna. Iljarnar á honum höfðu flagnað af. Vatns- kenndur vökvi fyllti sokkana, og það var hann, sem hafði valdið þessari dúandi tilfinningu. Hann gat lítio við þessu gert. Hann smurði lanólíni á hörundslausar iljarnar, lagði ilja- skinnið að sámnum og vafði sára- bindi um. Svo tók hann alla þá sokka, sem hann hafði meðferðis, sex pör í allt, og fór í þá utan yfír umbúðirnar. Síðast tróðst hann svo í atígvélin utan yfír allt þetta. Svo hélt hann átram göngu sinni og steig varlega í fæturna. Þar sem hann gat stigið í mjúkan snjó gerði hann það fremur en á harðan ís. Stundum gekk hann á jörkunum, stundum á tánum, stundum skreið hann á fjómm fótum til að hvíla fæturna. Snemma um kvöldið gafst hann upp og bjóst til nætur þótt kyrrt væri í lofti og sólin skini enn. Hann hafði komist 10 kílómetra. Hann var örmagna, og skrifaði í dagbókina: ,,Ég er uppgefínn á taugum vegna sársaukans í fótunum. Væri kvöldið ekki svona dáfagurt, hefði ég varla haft þrótt til að reisa tjaldið.” Hann sneri andliti til sólar og hljóð bæn steig frá huga hans: ,,0, bara ef Forsjónin gæfí mér 20 daga með veðri sem þessu og læknaði fætur mína — þá næði ég ömgglega þangað sem égfæ hjálp.” ,, Svo þetta eru endalokin ’' En þrátt fyrir bænina barði storm- urinn á tjaldinu hans næstu 30 klukkustundirnar. Svo, 13. janúar, braust sólin í gegn, skömmu uppúr hádegi. Hann stóð við tjaldið í glitrandi hvítum snjónum og landið hallaði frá honum ofan í ísdal. Allt í einu varð honum ljóst, að hann var við jaðar jökulsins mikla, sem hann hafði nefnt eftir Mertz, síðara jökulsins, sem hann varð að fara yfir á leið sinni. Þarna, í eitthvað um 50 km fjarska, sá hann klettóttan Auroratindinn rísa í kaldri móðunni. Þar fyrir handan vissi hann að íssléttan mikla reis í fyrstu en hallaði svo niður að Aladíns- helli og búðunum. Hann flýtti sér að fella tjaldið. Skömmu eftir klukkan tvö eftir hádegi batt hann 6 metra langa fjallgöngulínuna, sem hnýtt var á meters fresti, við dráttartaugarnar á baki sér, lagaði á sér snjógleraugun og hallaði sér í dráttinn, svo lagði hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.