Úrval - 01.03.1978, Blaðsíða 100
98
ÚRVAL
Hann vaknaði á friðsælum morgni,
sólbjörtum, næstum í logni. Hann
staldraði stundarkorn við grafhýsið og
muldraði stutta bæn fyrir sál hins
látna, og bætti við hana nokkrum
orðum um sína eigin velferð. Svo
axlaði hann sleðataumana og dró
sleðann af stað niður hallann.
Hann hrasaði og féll, og fann til
nýs sársauka í fótunum, eymsla sem
bárust upp um öklana upp í fótlegg-
ina. Hann var ákveðinn að komast 15
kílómetra þennan dag og hélt
ótrauður áfram. En fljótlega tók hann
eftir dúandi þyngslatilfínningu í
fótunum. Hann settist á sleðabrúnina
og fór úr stígvélunum og sokkumm.
Honum féll allur ketill í eld, þegar
hann sá á sér fæturna. Iljarnar á
honum höfðu flagnað af. Vatns-
kenndur vökvi fyllti sokkana, og það
var hann, sem hafði valdið þessari
dúandi tilfinningu. Hann gat lítio við
þessu gert. Hann smurði lanólíni á
hörundslausar iljarnar, lagði ilja-
skinnið að sámnum og vafði sára-
bindi um. Svo tók hann alla þá
sokka, sem hann hafði meðferðis, sex
pör í allt, og fór í þá utan yfír
umbúðirnar. Síðast tróðst hann svo í
atígvélin utan yfír allt þetta.
Svo hélt hann átram göngu sinni
og steig varlega í fæturna. Þar sem
hann gat stigið í mjúkan snjó gerði
hann það fremur en á harðan ís.
Stundum gekk hann á jörkunum,
stundum á tánum, stundum skreið
hann á fjómm fótum til að hvíla
fæturna.
Snemma um kvöldið gafst hann
upp og bjóst til nætur þótt kyrrt væri
í lofti og sólin skini enn. Hann hafði
komist 10 kílómetra. Hann var
örmagna, og skrifaði í dagbókina:
,,Ég er uppgefínn á taugum vegna
sársaukans í fótunum. Væri kvöldið
ekki svona dáfagurt, hefði ég varla
haft þrótt til að reisa tjaldið.” Hann
sneri andliti til sólar og hljóð bæn
steig frá huga hans:
,,0, bara ef Forsjónin gæfí mér 20
daga með veðri sem þessu og læknaði
fætur mína — þá næði ég ömgglega
þangað sem égfæ hjálp.”
,, Svo þetta eru endalokin ’'
En þrátt fyrir bænina barði storm-
urinn á tjaldinu hans næstu 30
klukkustundirnar. Svo, 13. janúar,
braust sólin í gegn, skömmu uppúr
hádegi.
Hann stóð við tjaldið í glitrandi
hvítum snjónum og landið hallaði
frá honum ofan í ísdal. Allt í einu
varð honum ljóst, að hann var við
jaðar jökulsins mikla, sem hann hafði
nefnt eftir Mertz, síðara jökulsins,
sem hann varð að fara yfir á leið sinni.
Þarna, í eitthvað um 50 km fjarska, sá
hann klettóttan Auroratindinn rísa í
kaldri móðunni. Þar fyrir handan
vissi hann að íssléttan mikla reis í
fyrstu en hallaði svo niður að Aladíns-
helli og búðunum.
Hann flýtti sér að fella tjaldið.
Skömmu eftir klukkan tvö eftir
hádegi batt hann 6 metra langa
fjallgöngulínuna, sem hnýtt var á
meters fresti, við dráttartaugarnar á
baki sér, lagaði á sér snjógleraugun og
hallaði sér í dráttinn, svo lagði hann