Úrval - 01.03.1978, Blaðsíða 49
VIÐHORFKARLMANNA TIL KYNLÍFS OG ÁSTAR
47
1. Hver er afstaðþín
til kynlífs?
Flestir mannanna, 61.2%, litu á
kynmök sem hvöt, en ekki þá mikil-
vægustu í lífinu. Einn dæmigerður
svarandi sagði: , ,Kynlif er mikilvægt,
en ást, tilfinningajafnvægi og frami
minn er alveg jafn mikilvægt. Megin-
þorri þessara manna féllu í tvo hópa,
annar sem taldi velgengni í starfi og
efnalega afkomu númer eitt og hinn
sem taldi ást og félagsskap við annað
fólk framaröðru.
2. Hvaðerfullkomiðsamlífsform?
Til mikillar furðu, með tilliti til
goðsagnarinnar um nútímamanninn,
svöruðu flestir — eða 50,5% — að
einkvæni væri heppilegasta samlífs-
formið. 19-9% héldu fram hjóna-
bandi með smá ívafi út á við, 70.4%
höfðu þá skoðun að menn ættu að
vera kvæntir.
Þeir menn sem héldu fram ein-
kvænisformi töldu fram félagslega
möguleika, sem það byði upp á: ,,Ég
ttúi á hjónaband og öryggi, á fjöl-
skyldulíf og að deila hlutunum með
öðrum,” sagði einn mannanna. ,,Það
getur verið óviðkomandi kynlífi þegar
tvær manneskjur hafa lofað hver ann-
arri að byggja upp betra líf saman
heldur en þær hefðu gert sín í hvoru
lagi. Aðalrökin fyrir hjónaband og
einkvæni voru sjaldan studd með
kynlífsskilmálum. Hjónabandið er
samband sem nær mikilli breidd
vegna þess að það höfðar ekki aðeins
til karlmannsins sem kynveru heldur
manneskju.
3. Hve oft vœri samlíf
æskilegast?
Þrátt fyrir að giftir menn í könnun-
inni kysu samlíf ekki eins oft og þeir
ókvæntu í könnunni, nefndu flestir
þrisvar til fjórum sinnum í viku æski-
legt, eða í öðru lagi fímm til sjö sinn-
um. 70% mannanna vildu kynlíf
minnst þrisvar í viku. Með tilliti til
talna úr könnun sem gerð var yfír
hversu oft fólk gerði það, er augljóst
að allflestir menn kjósa kynlíf oftar en
þeirfá.
4. Hvað finnst þer um atlot og kossa
án þenn að nokkuð meira verði úr
því?
Þó að menn taki þessu ekki sem eins
sjálfsögðum hlut og konur, þótti
71,4% það ánægjulegt. Margir tóku
einnig fram að kossar og atlot gætu
kveikt sterkar jákvæðar tilfínningar:
„Þegar ég hef verið að rífast við kon-
una mína, eða þegar ekki liggur vel á
mér og ég þarfnast samveru hennar
og ástar, finnst mér atlotin stórkost-
leg. Þau ylja mér og gefa mér sterka,
hlýja öryggiskennd. ’ ’
5. Hvað fellur þér — eða fer í taug
arnaráþérífarikvenna nútímans?
Þessum spurningum var aðallega
svarað með þrem svörum hverri,