Úrval - 01.03.1978, Blaðsíða 21
REYNSLA OKKAR AFJAPAN
19
Rigning.
Lífið í Japan líkist því að hlusta á
storminn á dimmri nóttu. í hléinu
sem verður milli eldingarinnar og
þrumunnar geturðu séð í gegnum
regnið eitthvað sem liggur dýpra.
I Koyto er Búddhahof með niður-
fallspípum á jörðinni. Ræsin eru
fyllt með steinum og í hvert sinn er
rignir heyrist hljóðfall dropanna inn í
garð íhugunarinnar. Áhrifin eru
róandi. í nágrenninu er foss hulin
bak við runna. Þú getur heyrt til hans
en útlitið verðurðu að ímynda þér.
Dag eftir dag uppgötvum við
einhverjar dásemdir: Gamli maður-
inn í strætisvagninum hefur páfa-
gauk með sér til að skemmta
börnunum. Á hverju kvöldi kr. 9-10
er heitum hnúðlum útbýtt úr Ijós-
skreyttri trékerru, í nágrenni við
okkur. Margir slmnotendur nota
eggja stundaglasið til að geta fylgst
með þegar þrjár mínútur eru liðnar,
gjaldskreflð stendur einmitt þann
tíma. Fallegir tónar koma frá
umferðarljósunum til að gefa þeim
blindu til kynna hvenær óhætt er að
fara yfir.
Jafnvel það ófyrirsjáanlega er hægt
að segja til um. Hlutirnir gerast
samkvæmt áætlun í Japan. Það
óvænta er ekki í gildi. Lestir fara og
koma á réttum tíma. Ef málaða örin á
biðstöðinni segir til um að leið 5
muni stansa þar, þá gerir hann það
— stundvíslega.
Við vitum að það er ekki hægt að
skilja þetta flókna samfélag til fulls.
Rétt í því að þú heldur að nú hafirðu
skilið allt til fulls opnast þér nýjar dyr
með nýjum gátum. Eitt sinn tók ég
eftir skilti á hraðbraut sem á stóð: R
450.5. Ég spurði ökumann hvað
þetta þýddi og hann sagði: Það segir
til um hver hallinn sé á næstu
beygju, hún er ansi kröpp.
Við höfum ákveðið að setjast í
Japan. Amerískir vinir okkar, sem
býsnast yfir háu farmiðaverði, er þeir
koma til Tokyo, fá þessa spurningu
frá Kristófer: ,,Hvað er það mikið í
yenum?” ★
Ý Ý Ý Ý Ý Ý-
7JV 7]V 7jV VjV
Mágkona mín er haldin endalausri ástríðu til að vera grönn og liðug.
Þess vegna skráði hún sig í jóganámskeið. Hún var ákveðin að læra
þann sjáfsaga sem er nauðsynlegur til að borða ekki meira en hollt er.
Eftir nokkrar vikur spurði maðurinn minn hana hvernig henni
gengi. Það var sigurhljómur í rödd hennar, þegar hún svaraði: ,,Ég
hef ÞYNGST um 2,5 kíló. En ég heföðlast svo mikinn sjálfsaga að ég
skammast mín ekki fyrir það.’ ’
Elizabeth Scarborough