Úrval - 01.03.1978, Blaðsíða 48
46
ÚRVAL
Flestir karlmenn vilja vera giftir. Helmingur allra
karlmanna hefur aldrei verið ótrúr. .Karlmönnum falla
atlot og kossar. Karlmenn taka svörun langt framyfir
fegurð. Þetta eru meðal annars niðurstöður nýrrar
könnunar, sem meira en 4000 karlmenn tóku þátt í, og
fjallaði um viðhorf þeirra til kynlífs, kvenna, hjónabands
og ástar. Þó að niðurstöðurnar séu áhugaverðastarfynr
konur ættu karlmenn einnig að geta grætt á að kynna sér
hreinskilnisleg viðhorf samtíðarmanna sinna — sem gæti
orðið til þess að þeir fengju hugrekki til að kafa dýpra í
eigin tilfinningar.
VIÐHORF KARLMANNA TIL
KYNLÍFS OG ÁSTAR
'Vvt/ vt/\t/ \T/ ^ ^ X
✓KMOK/KM* utimamaounnn er
óleyst gáta. Líkt og hetja
>k í duiarfullu samsæri
•>j> virðist hann í fyrstu vera
***** hreinn og ósnortinn.
Samt er liuð á hann sem þorpara.
Kvenfrelsiskonur og aðrir skilgrein-
endur hafa dæmt hann grunn-
hygginn, eigingjarnan, lokaðan og til
í að hagnýta sér aðra. Á síðustu árum
hefur hann átt auðveldara með að
fínna sér bólfélaga — en ekki án nýs
vanda sem er aukin yfirborðsfágun
kvenna, krafa um að standa sig vel í
rúminu, ný viðhorf um hvað sé dyggð
og hvað sé lauslæti og endurmetinn
skilningur á hvað sé karlmennska.
Á meðan sálfræðingar og kven-
frelsishetjur rannsaka kynhegðun og
tilfínningalíf kvenna í nútíð og for-
tíð, fínnst harla lítið I bókmenntun-
um um kynlíf karlmannsins. Til að
bæta dálítið úr því var þessi könnun
gerð, en hún náði til rúmlega 4000
karlmanna á öllum aldri, úr mismun-
andi umhverfí og stéttum. Hér koma
aðal spurningarnar úr könnuninni,
ásamt svörunum sem þær gáfu: