Úrval - 01.03.1978, Blaðsíða 61
ALLIR Á BRUNBRETTl!
59
þegar maður dettur. Flestir þeirra,
sem langt eru komnir, nota líka
öryggishjálma, hanska og hlífar á hné
og olnboga, þegar þeir leika listir
sínar.
En þótt menn eigi á hættu að
meiða sig leggja þeir sig þó stöðugt í
framkróka við að finna upp nýjar
þrautir. Nefna má kaliforníumann-
inn Skitch Hitchcock. Hann hefur
náð mikilli leikni bæði í hástökkum
og bruni afturábak, — á tveim brun-
brettum samtxmis, en samt æfði hann
sig stöðugt og til skiptis á öllum brun-
brettunum sínum, 30 talsins, þangað
til hann hafði náð valdi á því, sem
hann kallar „górillugripið.” Þar
brunar hann upp á kant, sem er fet á
hæð, kreppir allar tíu tærnar utan
um frambúnina á brettinu og stekkur
þannig nærri tvo metra upp í loftið
eða lætur sig líða áfram yfir allt að 18
tunnur. Hann er svo sterkurí tánum,
að níu félagar hans liggja hinir
rólegustu hlið við hlið fram af
kantinum og leyfa Hitchcock að svífa
yfirþá. ★
Konkordþotan lenti loksins í New York. Og það sem meira er, hún
flutti sönnunina fyrir því með sér til baka heim til Frakklands. Þegar
hún lenti aftur á Orly, vatnaði á hana hjólkoppana.
The Comedy Center
Klukkan var sex að morgni og það var beiskjukalt með rigningar-
hraglanda. Hópur af fuglaskyttum beið í skýli eftir því að fuglar
kæmu í færi. Loks reis ein skyttan upp, með bláar hendur og sultar-
dropa á nefinu og sagði upphátt það sem allir voru að hugsa:
„Herrar mínir,” sagði hann með glamrandi tönnum. ,,Eg held
ekki að ég geti notið þessarar ánægju lengur.
W.R.N.
Fyrsta manneskjan, sem við hittum við skíðahótelið, var kona sem
studdist við hækjur. Við spurðum um ástæðuna og hún svaraði: ,,Eg
gerði mér ekki grein fyrir því hve þyngdarlögmálið er strangt.”
A.P.
Leiðbeiningar í bandarískum bjórbruggspakka: „Hellið í gallons-
brúsa og fyllið á með þremur og hálfu galloni af vatni.
K.S.