Úrval - 01.03.1978, Blaðsíða 94

Úrval - 01.03.1978, Blaðsíða 94
92 ÚRVAL samþykki — Land Georges V konungs.” Svo lögðu þeir upp og skildu breska fánann eftir blaktandi í vindinum. Fánalitirnir voru einu litirnir, sem þeir sáu í hvítri auðninni. Eitraður matur I tíu stundir héldu þeir hvíldarlaust til vesturs, og komust 30 kílómetra, sem var mjög vel á haldið. Það var 13 stiga frost, svo þeir bjuggust til hvíldar. Þeir gáfu hundunum afgang- inn af George en það tók þá tvær erf- iðar stundir að reisa tjaldið og höggva snjóköggla til að njörva niður brún- irnar. Varla voru þeir komnir inn, fyrr en snjóbirtan sagði til sín hjá Mawson. Snjóblinda á báðum augum lagðist á hann með öllum sínum pínslum. Menz annaðist um hann, bjó til krem úr kókaíni og sink-súlfati og smurði undir augnalokin. Eftir klukkustund fékk Mawson ofurlitla sjón á annað augað, nóg til að fylgjast með er Mertz lagaði matinn handa þeim. Súpan, sem venjulega hafði verið þykkur grautur úr þurrkuðu kjöti, smjöri, kexi og vatni — var nú litlu þykkari en sterkt te. Og hundslifrin hagaði sér líkt og kjötið, brann utan en stiknaði ekki. Þeir átu hana með fingrunum og fannst bragðið „vont og andstyggilegt,” en fögnuðu því hve auðvelt var að tyggja hana. Þeir ferðuðust á nóttunni og gátu sér til um stefnuna eftir suður-norð- ur-stefnu sastruga, íshryggjanna. Vegna segulorkunnar uppi yfir þeim og vegna nálægðar suðursegul- skautsins var áttavitinn gagnslaus. í fararbroddi fór Mertz, með gamalt vesti vaflð utan um höfuðið, sem þó var með ullarhettu. Hann var festur við sleðann með sex metra langri fjallgöngulínu. I fyrstu fór hann á skíðum, svo hann gæti fundið slóð milli ísdranganna og greint mögulegar sprungur, en þar kom að honum fannst skíðin óþægileg á íshryggjunum og hætti að nota þau. Hann notaði skíðastafina til að kanna tortryggilega hryggi og þústir, hoppaði á sköflum, kannaði fyrir sér í lægðum og braust áfram. Mawson hafði tekið við embætti Georges gamla á hundaeykinu. Hann gekk álútur og var enn með umbúðir um annað augað. Þeir beittu sjálfan sig sálfræðilegri brýnslu og hétu sér sérstakri hátíða- máltíð á sjö daga fresti — þunnri sneið af freðnu smjöri, súkkulaðibita og uppsuðu af tepoka. Á fjórum nóttum fóru þeir um 95 kílómetra, en Mawson var ekki mikil huggun í því. Vinnuálagið var hrylli- legt bæði fyrir menn og hunda, miðað við þá næringu, sem þeir fengu. Orka þeirra rénaði iíka óðum, og eftir því sem hundarnir týndu tölunni, einn eftir annan, myndu dagleiðirnar styttast. Johnson var næstur til að falla. Hann hafði þefjað mjög sterkt í lif- anda lífi, þegar hann var dauðu kom í ljós að þessi sterki daunn hafði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.