Úrval - 01.03.1978, Blaðsíða 94
92
ÚRVAL
samþykki — Land Georges V
konungs.”
Svo lögðu þeir upp og skildu
breska fánann eftir blaktandi í
vindinum. Fánalitirnir voru einu
litirnir, sem þeir sáu í hvítri
auðninni.
Eitraður matur
I tíu stundir héldu þeir hvíldarlaust
til vesturs, og komust 30 kílómetra,
sem var mjög vel á haldið. Það var 13
stiga frost, svo þeir bjuggust til
hvíldar. Þeir gáfu hundunum afgang-
inn af George en það tók þá tvær erf-
iðar stundir að reisa tjaldið og höggva
snjóköggla til að njörva niður brún-
irnar. Varla voru þeir komnir inn, fyrr
en snjóbirtan sagði til sín hjá
Mawson. Snjóblinda á báðum augum
lagðist á hann með öllum sínum
pínslum. Menz annaðist um hann,
bjó til krem úr kókaíni og sink-súlfati
og smurði undir augnalokin. Eftir
klukkustund fékk Mawson ofurlitla
sjón á annað augað, nóg til að fylgjast
með er Mertz lagaði matinn handa
þeim.
Súpan, sem venjulega hafði verið
þykkur grautur úr þurrkuðu kjöti,
smjöri, kexi og vatni — var nú litlu
þykkari en sterkt te. Og hundslifrin
hagaði sér líkt og kjötið, brann utan
en stiknaði ekki. Þeir átu hana með
fingrunum og fannst bragðið „vont
og andstyggilegt,” en fögnuðu því
hve auðvelt var að tyggja hana.
Þeir ferðuðust á nóttunni og gátu
sér til um stefnuna eftir suður-norð-
ur-stefnu sastruga, íshryggjanna.
Vegna segulorkunnar uppi yfir þeim
og vegna nálægðar suðursegul-
skautsins var áttavitinn gagnslaus.
í fararbroddi fór Mertz, með
gamalt vesti vaflð utan um höfuðið,
sem þó var með ullarhettu. Hann var
festur við sleðann með sex metra
langri fjallgöngulínu. I fyrstu fór
hann á skíðum, svo hann gæti fundið
slóð milli ísdranganna og greint
mögulegar sprungur, en þar kom að
honum fannst skíðin óþægileg á
íshryggjunum og hætti að nota þau.
Hann notaði skíðastafina til að kanna
tortryggilega hryggi og þústir,
hoppaði á sköflum, kannaði fyrir sér í
lægðum og braust áfram. Mawson
hafði tekið við embætti Georges
gamla á hundaeykinu. Hann gekk
álútur og var enn með umbúðir um
annað augað.
Þeir beittu sjálfan sig sálfræðilegri
brýnslu og hétu sér sérstakri hátíða-
máltíð á sjö daga fresti — þunnri
sneið af freðnu smjöri, súkkulaðibita
og uppsuðu af tepoka.
Á fjórum nóttum fóru þeir um 95
kílómetra, en Mawson var ekki mikil
huggun í því. Vinnuálagið var hrylli-
legt bæði fyrir menn og hunda,
miðað við þá næringu, sem þeir
fengu. Orka þeirra rénaði iíka óðum,
og eftir því sem hundarnir týndu
tölunni, einn eftir annan, myndu
dagleiðirnar styttast.
Johnson var næstur til að falla.
Hann hafði þefjað mjög sterkt í lif-
anda lífi, þegar hann var dauðu kom
í ljós að þessi sterki daunn hafði