Úrval - 01.03.1978, Blaðsíða 40
38
ÚRVAL
einkennislit dagsins á handarbak allra
með ósýnilegu bleki.
Svo fóru þeir inn gegnum fleiri dyr
sem lágu dýpra inn í fangelsið. Hver
og ein skelltist aftur með stállæsingu
sem vakti bergmál í gegnum
bygginguna. Nú fóru þeir í gegnum
,,holuna” — álmu með smáum
gluggalausum klefum, með málm-
veggjum, rúmi og salernisskál. Ut úr
einum hrópaði maður: „Hjálpið mér
héðan!” Vörður sagði honum að
haldasérsaman.
Drengirnirgengu upp brött stálþrep
að enn einum öryggisdyrum — þeim
sjöundu. Sú hurð skelltist einnig
aftur að baki þeirra. Þeir voru staddirí
áheyrendasal þar sem þeir voru
leiddir að palli og vísað til sætis á
hörðum bekk. Fyrir framan þá voru
átta svæsnir glæpamenn úr
fangelsinu, sem voru dæmdir til
líftíðarvistar fyrir morð eða önnur
stórafbrot.
Tilraunin íRahway varð til sumarið
1976 vegna þess að 35 ára gamall
fangi hafði áhyggjur af ungum syni
sínum. Richard Rowe var dœmdur
fyrir nauðgun, mannrán og vopnað
rán. Eftir stutta dvöl í fangelsinu
frétti hann að sonur hans hafði
komist i kast við lögin. Rowe fylltist
örvæntingu; hann fann vanmátt sinn
til að stöðva drenginn á þessari braut.
Bara að hann gœti aðeins komið
honum í skilning um hvernig lífið i
fangelstnu raunverulega var.
Svartur fangi með handleggi svera
eins og símastaura gekk fram og
stansaði nokkur fet fyrir framan
drengina. Þeim leið óþægilega er hann
leit framan í hvern og einn án þess að
segja aukatekið orð. Að lokum sagði
hann:
,,Við ætlum að segja ykkur
bjánunum, hvernig fangelsislíf er í
rauninni, öðru vísi en þið hafið séð
það í kvikmyndum eða í sjónvarpinu.
Þessir menn ætla að segja ykkur hluti
sem ekki er auðvelt að segja. Ef einhver
ykkar glottir éða fylgist ekki með á
einhvern hátt, brýt ég á ykkur djöfuls
kjálkann.”
Ekki hin minnsta hreyfing. I níutíu
mínútur lýstu „llfstíðarfangarnir”
því hvernig lífið er innan þessara
þrjátíu feta veggja.
„Vitið þið hversvegna ég kom
hingað?” spurði 31 árs gamall fangi
sem hafði verið í Rahway í þrettán ár.
„Með því að gera sömu delluna og
þið eruð að gera. Átta ára stal ég reið-
hjólum. Tíu ára stal ég úr búðum.
Seinna braust ég inn í hús. Ég hélt ég
væri of snjall til að nást. Ég vildi verða
eins og eldri strákarnir 1 flokknum,
hetjurnar mínar. Dag nokkurn var ég
ásamt einum þeirra að brjótast inn í
hús. Við hringdum dyrabjöllunni og
dyrasímanum. Það var ekki svarað svo
við héidum að við værum ömggir. En
þegar við komum upp stigann hittum
við eigandann sem beindi að okkur
byssu. Þessu lauk með því að við
drápum hann. Þessvegna er ég hér,
og það gæti hcnt hvern sem væri af
ykkur, ræflunum.”
Annar fangi tók við. „I fangelsinu