Úrval - 01.03.1978, Blaðsíða 98
96
ÚRVAL
sínum í þrjá sólarhringa, og
örvæntingin jókst jafnt og þétt. Þess á
milli var hann í fýlu og hafði allt á
hornum sér. Mawson reyndi að auka
félaga sínum þrótt og gaf honum
meira að segja sinn skerf af lifrinni úr
Ginger. En Mertz hrakaði stöðugt.
Að kvöldi þriðja sólarhringsins
hjálpaði Mawson honum upp úr
pokanum og klæddi hann. En þeim
varð lítið ágengt og eftir sex
kílómetra ferð nam Mertz staðar.
Hann neitaði að hreyfa sig næstu
tvo daga, en Mawson fékk hann til að
lofa því að halda áfram á þrettánda-
kvöld, ef veðrið yrði sæmilegt.
Klukkan 7 skreið Mawson út úr tjald-
inu til að ferðbúast. Það tók þrjá
tíma, hann varð að klæða Mertz, gefa
honum kókó og kex og hjálpa honum
að festa á sig sleðataugarnar. En
Mertz komst aðeins um þrjá
kílómetra með löngum hvíldum.
,,Hugur minn vill áfram,” stundi
hann. ,,En fætur mlnir fara ekki
lengra.”
Mawson dró hann á fætur. „Sestu
á sleðann, Xavier,” sagðihann. ,,Hér
hallar undan fæti og kannski verður
þú skárrri eftir smástund.” Mertz
mótmælti. Það var fyrir neðan hans
virðingu að sitja á sleðanum, en
Mawson gaf sig ekki, tosaði honum
upp á hlassið og breiddi svefnpokana
yfir hann.
Strigaólarnar skárust inn í axlirnar
á Mawson. Hann hrasaði þegar hann
skrikaði á vindbörðum klakanum. Ef
hann dytti illa og bryti fót væri öllu
lokið. En þótt hann hrasaði oft og
glerharður ísinn væri þreytandi að
ganga á, hélt hann áfram að tosa
sleðanum lengta.
Þannig komst hann fjóra kíló-
metra, en þá tók Mertz að veina af
sársauka. Mawson tókst að tjalda og
koma félaga sínum inn. Það tók
innan við klukkustund. Svo hitaði
hann heitt seyði úr kókói og hunda-
kjöti og hélt því að Mertz undir
nafninu „kjötte.” Nafnið blekkti
Mertz og hann drakk heitan vökvann,
en maginn gerði uppreisn og hann
kastaði öllu upp. Mawson kom upp
um kvíða sinn með því sem hann
skrifaðií dagbókina:
„Útlitið er allt annað en fagurt. Ef
hann getur ekki haldið áfram og
komist 12-16 kílómetra á dag, emm
við báðir glataðir. Ég myndi kannski
hafa þetta af — á þeim birgðum sem
við höfum — en ég get ekki skilið
hann eftir. Hann virðist hafa misst
móðinn. Þetta er mér erfitt, að vera
um 150 kílómetra frá hellinum og
svona ástand er skelfilegt.
Mawson vaknaði af erfíðum
draumum um mat til að finna vonina
um að geta haldið áfram brostna.
Buxur Mertz vom fullar af niður-
gangi, augu hans vom æðisgengin og
flöktandi, það sem hann lét út úr sér
óskiljanlegt og samhengislaust.
Mawson hófst handa um að hreinsa
Mertz en brá í brún, er hann sá að
fætur hans og kynfæri voru bók-
staflega skinnlaus.
Þennan dag var hann með æði,