Úrval - 01.03.1978, Page 109

Úrval - 01.03.1978, Page 109
LANDIÐ FORDÆMDA 107 af sér annan vettlinginn og veifaði honum yfir höfði sér. Enginn sá það. Hann reyndi að kalla, en röddin var aðeins rámt urg. Hann veifaði aftur. Tíminn tók að silast af stað. Svo sá hann, eins og í draumi, eina veruna rétta úr sér og líta til hans. Þessir blessaðir elsku menn — þeir voru enn að bxða eftir honum! Ekki leið á löngu þar til hann heyrði æstar raddir berast upp eftir ískambinum. Það var ekkert frekar fyrir hann að gera, erfíði hans var lokið. Samt fannst honum biðin aldrei ætla að taka enda, þangað til fyrsti maðurinn kom í ljós upp yfír brekku- dragið fyrir neðan hann. Fyrst var andlitið ógreinilegt, falið inn í ullar- klútum, en fljótlega sá hann að þetta var Frank Bickerton — gamli, góði Bick! Bickerton kom hlaupandi til Mawson og laut yfír hann, með skelfíngu og samúð í svipnum yfír þessa illa leiknu mannvem í slitnum fatalörfum, hann smeygði höndunum undir handleggina og lyfti auðveldlega líkamanum, sem var lítið annað orðinn en lifandi beina- grind — hann var kominn niður í 37 kíló — og lagði hann upp á sleðann. Hann braut ísinn, sem hafði myndast kringum opið á vatnsþéttu höfuð- fatinu og starði inn í sokkin augu, á spmngið andlitið, hmkkótt og barkað eins og gamla valhnotu, og bráí brún. ,,Drottinn minn,” stundi Bickerton. , ,Hver þeirra ert þú?”. Þeir hjálpuðu honum síðasta spölinn niður, og bám hann hálf- sofandi inn. En áður en hann lagðist fyrir alvöru til hvíldar, bað hann umiað loftskeytasamband yrði haft við Auroru, sagt frá örlögum leiðangurs hans og skipið kallað til baka. Skipið sneri raunar við og sást næsta dag á flóanum. En þá skall á fárviðri rétt einu sinni, svo það var vonlaust að ná mönnunum um borð. Stjórnendurnir tveir, annar á skipinu en hinn í landi, stóðu frammi fyrir samskonar ákvörðun. Hve lengi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.