Úrval - 01.04.1978, Blaðsíða 3
4. hefti
37. ár
Úrval
Apríl
1978
Eins og lesendur Úrvals hafa væntanlega tekið eftir, var nokkuð annað yfir-
bragð á síðasta hefti heldur en þeim, sem á undan hafa farið.
Þetta stafar afþví, að prentsmiðjan Hilmir, sem býrÚrval í endanlegan les-
endabúning, hefur nú tekið upp nýja setningaraðferð og nýtt letur. Hvort
tveggja á að vera til hagsbóta fyrir lesendur, og hefur letrið verið valið með sér-
stöku tilliti til þessa.
Eitt af því, sem á að vinnast er þessi breyting er um garð gengin, er meiri
vinnsluhraði, sem vonandi kemur lesendum til góða á þann hátt að blaðið
verði þá ekki eins síðbúið og nú hefur verið um sinn. Þar erþó ekki prentsmiðj-
unni um að kenna — ekki eingöngu að minnsta kosti, heldur á ritstjórn þar
líka hlut að. Þó er sá, er þessar línur ritar, svo kokhraustur að heita því, að
skemmra skuli verða þar til næsta blað kemur út, og vonandi verður unnt að
halda svo beturí horfinu framvegis heldur en hingað til.
En við skulum vona að þetta verði eitthvað líkt og með sumarið: Ef vorar
seint er von á góðu sumri, segja sumir. Úrval á von á góðu sumri — og býður
þar með gleðilegt sumar.
Ritstjóri.
Kápumynd.
Með hækkandi sól og sumri hyggja margir til ferðalaga innanlands sem utan.
Ferðalög um hálendið heilla marga, en þegar ferðast er um öræfaslóðir verður
að gæta þess að sumarið á hálendinu er stutt og gróður allur lengi að ná sér á
strik. Einnig eru hverasvæði landsins viðkvæm fyrir miklum ágangi og gæta
verður þess að troða ekki niður hverahrúðrið sem oft og tíðum myndar hin
litríkustu mynstur. Forsíðumyndin er frá einu hverasvæðanna á hálendinu.
Ljósm. JR.