Úrval - 01.04.1978, Blaðsíða 6
4
ÚRVAL
fimm mánuði og keypti gítar handa
honum.
1948 fluttu foreldrar hans til
Memphis til að hefja nýtt líf.
Samanlagðar tekjur fjölskyldunnar
voru nú 35 dollarar á viku. Tðnlistar-
kennari Elvis í áttunda bekk kvartaði
yfirlitlum hæfileikum hans.
Hann lauk menntaskóla 1953.
Sumarið eftir vann hann sem vörubíl-
stjóri, en á kvöldin lærði hann raf-
virkjun.
Fyrsta pfatan hans ,,Allt í lagi,
Mamma,” með ,,Blue Moon og
Kentucky,” hinum megin var
útgefin í ágúst 1954. af Sun plötu-
fyrirtækinu. Þegar platan var fyrst
leikin í útvarpinu faldi Elvis sig í
Memphis leikhúsinu, hræddurum að
félagarnir myndu hlægja að honum.
Platan fékk ekki góða dóma. Plötu-
snúður í Memphis sagði að Elvis væri
svo ,,sveitó” að það væri ekki hægt að
spila plötuna í björtu.
Þrátt fyrir það héldu Elvis,
gátarleikarinn hans og bassaleikarinn
til skemmtanahalds í suður og
suðvestur. Hópurinn kallaði sig ,,The
Blue Moon Boys.” Elvis gat ekki sofíð
á næturnar nema hringja áður í
mömmu sína. Smátt og smátt bætti
hann hinum frægu miaðmasveiflum
við flutninginn. Aðdáendur hans
urðu móðursjúkir. ,,Ég veit ekki einu
sinni að ég geri það,” sagði Elvis.
,,En eftir því sem ég eyk það verða
þeir ærari.”
Hann kom fram á Grand Ole Opry
í Nashville. Jim Denny, sem rak
skrifstofu skemmtikrafta í Opry,
sagði Elvis á eftir, að hann skyldi
heldur keyra vörubílinn. Elvis grét
alla leið til Memphis. En á
hljómleikum í Florida rifu og tættu
unglingarnir af honum bleika jakkan
hans og hvítu skóna.
Seint á árinu 1955 varð Tom Parker
umboðsmaður hans. Hann samdi við
Sun útgáfufyrirtækið. RCA borgaði
35.000 dollara fyrir samninginn.
Fyrsta platan frá RCA var „Heart-
break Hotel,” sem komst númer eitt
á vinsældalistanum og var þar í átta
vikur.
1956 var ár Elvis Presley
„Heartbreak Hotel,” ,,Hound
Dog,” og ,,Don’t Be Cruel,” og
, ,Love Me Tender’ ’ ’ ’ urðu allar í efsta
sæti. Ed Sullivan, sem sagði að Elvis
væri ekki sýningarhæfur fyrir ,,alla
fjölskylduna,” kom fram með hann í
sjónvarpsþætti sínum, sem 54
milljónir horfðu á (en myndavélin
sýndi aldrei meir af honum er frá
mitti og uppúr.)
Þátturinn gerði allt vitlaust.
Persónugerfingur Elvis var hengdur í
Nashville, og brenndur á báli í St.
Louis. Billy Graaham sagðist ekki
myndi langa til að börnin HANS
sæu Presley. ,,Þeir halda allir að ég sé
kynóður,” sagði Elvis. ,,En ég er bara
eðlilegur.”
I árslok 1956 voru 78 mismunandi
tegundir af Elvis vörum á
markaðinum, allt frá Elvis Tyggi-
gúmml og Elvis Presley Bermuda