Úrval - 01.04.1978, Blaðsíða 57
5“,
Arstíðirnar hafa miklar breytingar íför með sér fyrir hin
villtu dýr sem lifa í ríki vatna og trjáa. Vorið er tími
endurfæðingarinnar, sumarið tími yls og vaxtar. Haustið
færir fölnandi liti og uppskerutíð. En veturinn er
nístingskaldur og lítið um fæðu. þá eiga yngstu dýnn og
einmg þau gömlu og lasburða erfitt uppdráttar.
Vetrarlífið fænr mörgum villtum dýrum, hættur, ótta
og hungur. En þrátt fyrir harðréttið deila þau öli með sér
þeim ánœgju að vera frjáls og villt.
Það sem á eftir fer er skálsdkapur, en eigi að síður rétt
myndaf lífi og dauða — ívetrarríkinu.
VILLT DYR I VETRARRIKI
— Earl W. Hunt —
lfurinn óttast fáar skepn-
ur skógarins, en hann
sneiðir hjá innrásarver-
unni, sem gengur á
tveim fótum og heldur á
priki með sér sem getur
drepið á löngu færi. Til að komast hjá
að hitta hann ferðast úlfurinn og fjöl-
skylda hans að náttarþeli. Hann veið-
ir stór dýr jafnt og íkorna, mýs og
önnur smádýr. Gamli úlfurinn, maki
hans og hungruðu hvolparnir þeirra
fjórir — ekki fyllilega ársgamlir, en
vega samt 30 kíló hver. Hvolparnir
eru farnir að veiða upp á eigin spýtur
og fara sinna ferða.
Það var björt nótt er úlfurinn kom
auga á hóp af dádýrum með hvíta
dindla, þau vom í skógarjaðrinum.
Skepnurnar tóku á æðisgengna rás, er
þau urðu hans vör. Gamli úlfurinn
gafst fljótt upp. Ef hann hljóp lengi
varð hann haltur, vegna áverka sem
hann hafði hlotið á 12 ára veiðiferli.
Hann hafði fengið svakalegt högg á
annað herðablaðið undan hófi 500
— Stytt úr ..Thc Living Wildcrncss” —