Úrval - 01.04.1978, Blaðsíða 36
34
finna leiðir til þess að rannsaka viss
veðurfræðileg fyrirbæri með hjálp
geislavirkra efna, sem tii staðar eru í
andrúmsloftinu. Og i þriðja lagi að
rannsaka afleiðingar af mengun and-
rúmsloftsins vegna kjarna- og vetnis-
sprenginga.”
Við búum í heimi, sem er fuilur af
geislum. Geislavirkni finnstí jarðveg-
inum og í loftinu, í jurtum og dýr-
um, í vatni ogí líkömum okkar. Þetta
er náttúruleg geisiavirkni. Hún var til
lögu áður en maðurinn kom til sög-
unnar á jörðinni, og hann hefur lagað
sig fullkomlega að henni. I flestum
tilfellum á þessi geislun ekkert skylt
við kjarnorkunotkun mannsins. Þegar
vísindamenn töku rif úr egypskri
múmíu, sem lifði fyrir 4000 árum, og
mældu geislavirkni þess fundu þeir,
að hún var um það bil hin sama og í
beinum nútímamanna. En vísinda-
menn rannsaka þessa geislavirkni
kappsamlega, enda þótt hún virðist
ekki hafa áhrif á manninn.
,,Með því að rannsaka náttúrulega
geislavirkni í andrúmsloftinu og hvað
ræður hringrás geislavirkra efna, öðl-
umst við lykilinn að skilningi á mörg-
um þeim breytingum, sem eiga sér
stað í andrúmsloftinu,” segir prófess-
or Styra. „Þessi vitneskja er undir-
staða þess að fínna hagkvæmar að-
ferðir til þess að hreinsa loftið og verja
menn fyrir hættulegum áhrifum
geislavirknimengunar af mannavöld-
um.”
„Geislavirk efni hafa brotist út í
andrúmsloftið í gegnum jarðskorp-