Úrval - 01.04.1978, Blaðsíða 113
Loks afhjúpaöi vindurinn þessar minjar:
111
FÖTSPOR 3590 ÁRA
GAMALLAR
MANNVERU
imm fðtspor í sandi eftir
mannveru, sem gekk til
lækjar fjrrir hálfri fjórðu
milljófl ára til þess að fá
sér að drekka. Fimm fót-
spor, sem fljótt hefðu
horfið, ef óvæntur atburður hefði
ekki gerst. Aður en vindur og regn af-
máðu þessi spor, rann yfir þau hraun
og undir hraunlaginu hafa þau síðan
varðveitst. Þar biðu þau þess dags, að
nýir vindar máðu og myldu hraunlag-
ið og sópuðu síðustu leifum þess
burt.
I grennd við þessi fimm spor eru
einnig spor eftir fugla og dýr — sumt
tegundir, sem eru útdauðar fyrir
löngu, þar á meðal firnamikinn fíl og
einhverja tegund simpansa. En það
eru samt sporin fimm á hinum forna
lækjarbakka sem athyglin beinist að
fyrst og fremst. Því þau eru eftir
mannsfætur — eða að minnsta kosti
fætur, sem eru harla líkir fótum
manna, sem nú eru á dögum.
Þarna hefur verið á ferli tvífætt
vera, sem gekk upprétt. Hún hefur að
líkindum verið um eitt hundrað og
tuttugu sentimetrar á hæð. Stóru-
tærnar hafa vísað beint fram, en ekki
á skakk eins og á öpum. Sporin eru
fimmtán sentimetrar á lengd og
hlutfallslega mjög breið, ellefu senti-
metrar. Sá, sem þarna gekk, karl eða
kona, hefur verið mjög stuttstígur.
— Ur Tímanum -