Úrval - 01.04.1978, Blaðsíða 98
96
ÚRVAL
eigandinn var maður að nafni Ed-
mund St. Andre, sem hafði verið
dæmdur fyrir rán. Um það bil viku
seinna gerði St. Andre Bishop viðvart
um, að Berettunni hefði verið stolið
úr íbúð hans. I þéttriðnu neti undir-
heima San Fransisco voru þeir ekki
lengi að komast að því hver þjófurinn
var — maður, sem þeir þekktu báðir
undir nafninu Richard Arzave.
í sameiningu börðu þeir sann-
leikann upp úr Arzave, og neyddu
hann til að bæta Berettuþjófnaðinn
með 75 dollurum, en hann fékk að
halda byssunni. Bishop hafði ekki
hugmynd um, hvað svo hafði orðið
um byssuna. Hann hafði hvorki séð
Arzave né St. Andre í marga mánuði.
En hann gaf upp það heimilisfang
St. Andres sem hann vissi nýjast.
Hlutverki Lymans Shaffer í þessu
máli var lokið. Hann hafði rakið slóð
Berettunnar niður í undirheima San
Fransisco. Nú urðu þeir Coreris og
Fotinos að taka við.
Þegar Coreris kom aftur til San
Fransisco, komst hann að því, að
Richard Arzave átti heima í San
Bmno í Kaliforníu. Arzave játaði að
hafa stolið byssunni frá St. Andre og
síðan bætt honum stuldinn, en hann
sagðist aðeins hafa haldið Berettunni í
þrjá daga. Síðan hafði hann selt hana
lyfjafræðingi í San Fransisco —
byssusafnara — fyrir 45 dollara. Þetta
sama kvöld bankaði lögreglan upp
hjá lyfjafræðingnum, næsta hlekk í
þessari vonlausu keðju.
Lyfjafræðingurinn fór í fyrstu
undan í flæmingi, hræddur um að
vera flæktur í glæpamál. En þegar
búið var að sannfæra hann um, að
ekki væri sjáanleg ástæða til að
lögsækja hann, sagðist hann ekki
heldur hafa haldið byssunni nema fáa
daga. Síðla í apríl 1973 hafði hann
selt Berettuna fyrir 80 dollara
miðaldra viðskiptavini sínum frá
Samoa. Lyfjafræðingurinn þekkti
þennan samoamann aðeins með
„götunafni hans — Moo-Moo.
Hann lýsti honum sem þrekvöxnum
manni, fremur lágum, tattóvemðum.
Félagsskapur samoamanna í San
Fransisco er náið samfélag og
fámálugt. Coreris viss, að jafnvel
þótt Moo-Moo væri vel þekkturí því,
myndi ekki auðvelt að fá upplýsingar
um hann meðal kunningjanna.
Lögreglan var ekki vinsæl. Jú, sumir
þeirra sem talað var við könnuðust
við Moo-Moo. En enginn hafði heyrt
hann eða séð um hríð. En að morgni
26. júlí hringdi lyfjafræðingurinn til
lögreglunnar og sagði, að Moo-Moo
stæði við afgreiðsluborðið í apótek-
inu. Coreris bað hann að tefja fyrir
honum eftir mætti.
Lögregluna bar að um leið og
maðurinn var að fara. Fullt nafn hans
reyndist Moo-Moo Tooa. Þessi krafta-
legi skipahleðslumaður hafi brotist
áfram í öllum höfnum Kyrrahafsins
frá Guam til Tahiti, en engu að
síður nötraði hann af hræðslu þegar
lögreglan króaði hann af. Coreris
gmnaði, að hann hefði fleira á sam-
viskunni heldur en að eignast vopn