Úrval - 01.04.1978, Blaðsíða 23

Úrval - 01.04.1978, Blaðsíða 23
EINVÍGINIKILAUDA VIÐDAUÐANN 21 á andliti hans og það myndu líða margir mánuðir, þangað til hann yrði jafngóður. En Niki vildi takast á við lífið. Aðgerðirnar gátu beðið. ,,Eg vissi, hvað fólk myndi segja,” sagði hann. ,,Að fólk með andlit eins og ég ætti að halda sig í felum. En ég er ekki þannig. Ég hef hæfileika og starf. Ef 1 ljós kæmi að ég réði ekki við það lengur, var eins gott að komast að því strax.” ÞEGAR AFTUR KOM heim til Salzburg — en Niki er austurríkis- maður — hóf hann strangar endur- hæfingaræfingar. Hann hljóp í klukkutíma á dag, gerði marg- háttaðar líkams æfíngar, og nú fyrst, síðan slysið varð, fannst honum hann geta sofið í friði fyrir skugga dauðans. Þremur dögum fyrir ítölsku Grand Prix keppnina tilkynnti Ferrari opin- berlega, að hann neitaði að taka á sig ábyrgðina af þeirri ákvörðun Nikis að hefja kappakstur á nýjan leik. En Niki var þegar kominn í und- anrásirnar á Monza og lét sér fátt um finnast, það var annað, sem olli honum meiri áhyggjum. Þegar hann kom á beinan kafla, þar sem hann hefði átt að gefa í botn, fann hann að fótur hans lyftist óviðráðanlega af eldsneytisgjöfinni. Þegarþetta gerðist í annað sinn, hætti hann þann daginn og, eins og hann sagði sjálfur, talaði við sjálfan sig með tveimur hrútshornum: Ef hann ætlaði sér að vera kappaksturshetja, varð hann að vera reiðubúinn að leggja allt undir. Sex vikum eftir slysið í Núr- burgring ók Niki brautina í Monza eins og hann var vanur. Hann vann ekki — hann varð fjórði — en mannfjöldinn, sem fylgdist með kappakstrinum, fangaði honum ákaft. Aðrir íþróttamenn höfðu tekið upp þráðinn að nýju eftir slæm slys, en Niki Lauda gerði meira:Hann hafði tekið upp þráðinn aftur eftir að hafa verið dauðans matur í réttan vikutíma. En keppninni þetta ár var ekki lokið. Hann hafði misst af tveimur keppnum meðan hann var á spítala og síðan að ná sér, en hann kom í lokakeppnina, sem haldin var í Japan. Hann var þá litlum þremur stigum á undan næsta keppinauti sínum, James Hunt frá Englandi. Annar hvor þeirra yrði meistarinn, þegar upp væri staðið frá þessari keppni. Daginn, sem keppnin fór fram, grúfði regn og þoka yfir brautinni við fætur Fúsíjama. Keppninni var frestað um stund, og ökumenn ræddu það sín í milli, hvort nokkurt vit væri yfirleitt að keppa við þessar aðstæður. En þegar áhorfendur 55 þúsund tóku að hrópa og krefjast þess að keppnin hæfist, var lagt af stað út á blauta brautina. Niki Lauda hóf keppnina í annarri röð og ók fyrsta hringinn í blindandi úðanum frá bílunum á undana, svo ók hann út af keppnisbrautinni. Hann hafði lagt niður fyrir sér líkurnar, vandlega og hlutlaust, og komist að þeirri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.