Úrval - 01.04.1978, Blaðsíða 33
31
REYKINGAR
OG MEÐGÖNGUTÍMI.
Þegar fósturfylgjan losnar of fljótt
frá leginu aukast líkurnar til þess að
fóstrið deyji eða fæðist fyrir tímann.
Nú hefur hópur rannsóknarlækna við
Læknaskóla Pennsylvania State Uni-
versity, undir stjórn Richard L.
Naeye, komist að því að fast samband
er milli reykinga á meðgöngutíman-
um og að minnsta kosti einnar teg-
undarþessa kvilla.
Rannsókn á 45.470 þungunartil-
feilum leiddi í Ijós, að dánartala
fóstra af þessum sökum var 3.3 af
þúsundi hjá mæðmm, sem ekki
reyktu. Ef þær reyktu frá einni til tíu
sígarettur á dag, jókst hlutfallið upp í
4.7 afþúsundi, en 5.2 afþúsundi hjá
þeim sem reyktu 11 til 20 sígarettur á
dag. Dr. Naeye hvetur mæður, sem
vilja börnum sínum vel, til að snerta
ekki tóbak meðan á meðgöngu stend-
ur.
Stytt úr Woman’s Day
ERFIÐILENGIR LÍFIÐ.
Þar til nýlega var aðeins gengið út
frá því, að líkamleg áreynsla lengdi
lífið, kæmi í veg fyrir hjartaáföll. Nú
hefur farið fram rannsókn á 17000
fyrrverandi Harvardnemum í þessu
skyni. Henni stjórnaði Ralph S. Paff-
enbarger, jr., hjá Stanford University
læknaskólanum. í ijós kom, að það
vom færri hjartaáföll hjá þeim, sem
tóku reglulega þátt í erfíðum íþrótt-
um, svo sem hlaupum eða sundi,
heidur en þeim, sem höfðu hægar
um sig.
Þegar Paffenbarger og félagar hans
vom að vinna úr upplýsingum sínum,
breyttu þeir áreynslunni í „hitaein-
ingar sem eytt var á viku hverri.”
Þeir, sem vom með lægri tölurnar á
þeim skala vom 64 o/o líklegri til að
fá hjartaáföll heldur en þeir skóla-
bræður þeirra, sem reyndu meira á
sig. Þeir, sem stunduðu vemlega lík-
amlega áreynslu minnst þrjár klukku-
stundir á viku, stóðu betur að vígi
hlutfallslega, jafnvel þótt önnur
atriði (svo sem hár blóðþrýstingur,
sígarettureykingar og offita) gerðu þá
að líklegum hjartasjúklingum. Og á
hverju stigi vom líkurnar til hjarta-
áfalls minni með miklu erfíði en litlu,
jafnvel þótt hitaeiningaeyðslan væri
hin sama. Þeir, sem léku „squash”
(slagboltaafbrigði.semminnirí senn á
tennis og badminton: fjaðrandi bolti
er sleginn í vegg með öflugum spaða
og síðan aftur í hverju frákasti) vom
betur settir heldur en þeir, sem iétu
sér duga langar gönguferðir, þótt
báðir hópar eyddu jafn mörgum hita-
einingum.
En vom þá ekki bara þeir, sem
lögðu á sig erfiðið, betur af guði gerð-
ir líkamlega til að byrja með? í ljós
kom, að þeir sem höfðu staðið fram-
arlega í íþróttum á skólaámnum
sýndu hátt hættuhlutfall á efri ámm,
nema þeir héldu áfram að reyna
verulega á sig. Á hinn bóginn
kom í ljós, að þeir sem rassþungir
höfðu verið á yngri árum, gátu