Úrval - 01.04.1978, Blaðsíða 126
124
ÚRVAL
ég var lítil var ég kát, en það hefur
tekið mig langan tíma að endurvekja
kátínuna, vegna þess að enginn
hjálpaði mér til þess, þar til þú gerðir
það. Eg þarf alla eilífðina til að elska
þig. Það er þegar ég hugsa um það
sem mér finnst aðskilnaðurinn erfið-
ur. Til allrar hamingju líður tíminn.
Eg sakna þín ekki, vegna þess að þú
hefur gefið mér svo mikið að mér
finnst ég ennþá vera með þér. ”
Walter Bagehot, hagfrœðingur og
blaðamaður sem uppi var á 19- öld,
skrifaði unnustu sinni Elizu Wilson
þannig árið 1857: ,,Ég hef lesið bréf-
ið þitt aftur og aftur oftar en ég kseri
mig um að viðurkenna. Það hefur
fært mér meiri gleði en ég hélt að
væri möguleg. Ég vildi óska að ég
væri verður ástar þinnar. En eins og
einhversstaðar stendur: ,,Ég hef ekk-
ert á móti því að fá það sem er of gott
handa mér.” Ég ráfa um muldrandi:
,,Mín vegna hefur þessi heiðvirða
stúlka afhjúpað sig, mín vegna, mín
vegna, ” — og svo stekk ég yfir sófann
í ofsagleði.”
Napóleon Bonaparte til konunnar
sinnarjosephine, árið 1796: „Enginn
dagur hefur liðið án þess að ég elskaði
þig; engin nótt hefur liðið án þess að
ég faðmaði þig; ég hef ekki svo mikið
sem fengið mér tebolla án þess að
bölva því stolti og metnaðargirnd sem
skilur mig frá fjöregginu mínu. Ég
óttast hugsanir mínar. Dag nokkurn
muntu ekki elska mig lengur. Dagur-
inn, er þú segir: ,,Ég elska þig
minna,” táknar síðasta dag ævi
minnar. Ef hjarta mitt væri svo auð-
virðilegt að elska án þess að vera elsk-
að myndi ég tæta það í sundur.
Og að lokum: Þýski tónlistarmað-
urinn Robert Schumann skrifaði
Klöru Wieck, sem síðar varð konan
hans, þannig árið 1838: ,,Hvað
myndi ég ekki gera vegna ástar minn-
ar til þín, Klara! Riddarar fortíðar-
ionnar höfðu betri aðstöðu: þeir gátu
vaðið eld og vegið dreka til að vinna
til kvenna sinna, en við í nútímanum
verðum að haga okkur hversdagsleg-
ar. En þegar á öllu er á botninn hvolft
getum við elskað, riddarar eða ekki
riddarar; og þannig, eins og ævin-
lega, breytast tímarnir, en ekki hjörtu
mannanna.”
Ég var með mömmu minni á markaðnum. I því er hún beygði sig
niður til að taka upp nokkra banana, kipptist hún við af bakverk og
rak upp óp. Annar viðskiptamaður kinkaði kolli til hennar fullur
skilnings. ,,Ef þér finnst bananarnir dýrir,” sagði hann „ætturðuað
sjá verðið á kjötinu.” A.S.