Úrval - 01.04.1978, Blaðsíða 111
109
inn alvarlega eru mikilvægir þættir í
lækningu almennt. Sé þetta trúnað-
artraust ekki fyrir hendi, gerir plat-
pillan lítið gagn. I þessum skilningi
er læknirinn máttugasta platpillan
sjálfur.
Hve miklar vísindalegar sannanir
liggja fyrir um ágæti platpillunnar?
Bókmenntir læknavísindanna síðustu
tuttugu og fimm árin mora af þess
konar áhrifamiklum sönnunum.
Þeirra á meðal eru þessi þrjú dæmi:
★ Svæfingarlæknir við Harvard
háskóla í Massachussetts, rannsakaði
niðurstöður fimmtán ranrsókna, sem
náðu til 1082 sjúklinga. Hann komst
að því, að 35o/o sjúklinganna hlutu
„fullnægjandi” lækningu af plat-
pillu I staðinn fyrir lyfjafræðileg lyf í
margháttuðum sjúkdómum, svo sem
miklum kvölum eftir uppskurði, sjó-
veiki, höfuðverk, hósta og kvíða.
★ I umfangsmikilli rannsókn á
vægu þunglyndi voru sjúklingar, sem
höfðu fengið þunglyndislyf, látnir fá
platpillur í staðinn fyrir lyfín. í ljós
kom nákvæmlega sami árangur og af
lyfjunum.
★ Áttatíu og átta gigtarsjúklingar
fengu platpillur í staðinn fyrir aspirín
eða kortlsón. Fjöldi þeirra, sem hlutu
bót, var nokkurn veginn sá sami og
þeirra, sem hlutu bót af venjulegum
gigtarlyfjum.
Það fer ekki hjá því, að notkun ’
platpillunnar hafi erfiðieika í för með
sér. Áður hefur verið minnst á, að
gagnkvæmt traust sjúklinga og læknis
sé frumskilyrði. En hvað gerist í sam-
skiptum læknis og sjúklings, þegar
annar aðilinn blekkir hinn um mikil-
væg atriði? Er það siðfræðilega rétt —-
eða skynsamiegt — fyrir lækninn, að
ýta undir ofurtrú sjúklingsins á inn-
tökur, sem læknirinn veit að hafa
ekkert lyfjafræðilegt fildi?
Sívaxandi fjöldi lækna telur, að
þeir ættu ekki að hvetja sjúklinga sína
til að búast við lyfseðlum, því þeir
vita hve lítið þarf til að gera menn
andlega og líkamlega háða lyfjum —
þó ekki sé nema bara platpillum, ef
því er að skipta. Ef nógu margir lækn-
ar taka undir þessa stefnu, er von til
þess að sjúklingurinn sjálfur fari að
sjá lyfseðilinn í nýju ljósi.
Þegar öllu er á botninn hvolft, er
mesta gildi platpillanna fólgið í því,
hvað þær geta frætt okkur um lífið.
Því platpillan er aðeins hinn áþreifan-
legi hlutur sem er nauðsyniegur á öld
sem treystir engu nema því áþreifan-
lega. Ef við getum losað okkur frá
áþreifanleikanum, getum við bein-
línis tengt vonina og viljann til að lifa
við þann hæfileika líkamans að
bregðast rétt við ógnunum og erflð-
leikum. Þá getur hugurinn unnið sitt
erfiða en undursamiega starf án þess
að litlar pillur þurfí til að koma því af
stað.
★
Fólk er eins og steindir gluggar, það geislar og skín í sólskini, en
þegar dimmir kemur hin raunverulega fegurð í ljós frá birtunni að
innan- Elisabeth Kubler-Ross