Úrval - 01.04.1978, Blaðsíða 90
88
ÚRVAL
komist að. Eftir því sem gekk á
segulbandsspóluna, sem tók upp frá-
rögn Toni Harris, fór Coreris að líða
verr í maganum. Þetta var eins og
horfa inn um dyrnar á Helvíti. \
Tony varí San Quentin fangelsinu
1973, þegar hann heyrði fyrst minnst
á Engla Dauðans. Samfangi hans
sagði honum, að þetta væri úrvals-
hópur úr Black Muslim — sumir
þeirra félagar í hópi, sem kallaði sig
Avexti Islams, en sá hópur er eins
konar her, sem hefur það embætti að
vernda moskur (bænahús) Þjóðar
íslams í borgum Bandaríkjanna. Þeir
höfðu helgað sig því hlutverki að
myrða , .bláeygða djöfla.
,,Þeir töluðu ekki um annað í fang-
elsinu,” sagði Tony. ,,Bara um
hvernig þeir ætluðu að drepa fólk,
höggva af hausa, þegar þeir væm
lausir. Það er hefnd fyrir það sem
hvíti maðurinn hefur gert þeim
svörtu.”
Tony hafði hlustað. Honum
fannst þetta fjarstæða. Hann vildi
ekki flækjast í morðmál. En honum
var heitið góðu starfi, ef hann kæmi
með. Hann var mjög fær í kung fu
(kínversk sjálfsvarnaraðferð, skyld
karate) og var beðinn að þjálfa Engla
Dauðans. Hann féllst á það,
nauðugur.
Tony var látinn laus til reynslu
vorið 1973. Til að byrja með fór hann
á endurhæfingarheimili fyrir fyrrver-
andi refsifanga. Þar hitti hann aftur
þá sem höfðu talað um Engla
Dauðans, og kung fu kennslunni var
haldið áfram. En nemendur Tonys
höfðu engan áhuga á sjálfsvarnar-
listinni sjálfri — bara hvernig hægt
væri að drepa með höggi.
Skömmu eftir að Tony var látinn
laus, var honum boðið starf í einu
hinna mörgu fyrirtækja, sem félagarí
Þjóð íslams eiga á Flóasvæðinu. Hann
gerðist flutningamaður hjá flutninga-
og geymslufyrirtæki, sem hét Black
Self-Help Moving & Storage
Company í San Fransisco, og komst
þar fljótt að því, að Englar Dauðans
voru meira en gasprið eitt. Vikulegir
fundir voru haldnir uppi á lofti í
skemmu fyrirtækisins og þessa fundi
sátu allt upp í 20 menn.
Umræðurnar snérust um kynþátta-
hatur og morð.
Honum var sagt, að til þess að
verða Engill dauðans yrði hann að
myrða níu hvíta menn. Til sönnunar
varð að leggja fram sönnunargögn
um glæpina — myndir teknar á
morðstað, framburð sjónarvotta, eða
hluta af líkinu. Honum var sagt, að
þessi „sönnunargögn” yrðu send til
Chicago þar sem þau væru metin og
virðingum úthlutað í samræmi við
niðurstöðuna.
Coreris vissi, að aðalstöðvar Þjóðar
íslams voru í Chicagó. Hann greip
framífyrir Tony: „Erþetta þá gert í
öðmm hlutum landsins líka, ekki
bara hér i San Fransisco ? ’ ’
,,Þetta er gert um alla Kaliforníu.
Alla Kaliforníu. ”
Coreris tók niður minnisatriði,
meðan Tony hélt áfram. Sum morðin