Úrval - 01.04.1978, Blaðsíða 100
98
URVAl
lögreglufulltrúum til þess að gera sér
grein fyrir Zebramorðunum. I ágúst
höfðu þeir I sameiningu sett saman
leynilega skýrslu, þar sem komjst var
að þeirri ískyggilegu niðurstöðu, að
það væru greinileg sameiginleg ein-
kenni með ekki færri en 81 óupplýst-
um skot og sveðjuárásum á hvítt fólk
í Kaliforníu einm. Og sambærilegar
skýrslur bárust frá borgum svo langt
frá sem Louisville í Kentucky og New
Orleans. í öllum þessum tilvikum var
um að ræða undarlega líkingu, og af
líkum mátti rekja öll þessi atvik til
fámenns hóps múhammeðstrúar-
manna, flestra í tengslum við Þjóð
íslams, sem hafði aðalstöðvar í
Chicago.
Voru þessar árásir hluti af samsæri,
sem spannaði öll Bandaríkin? 8 -pir
glæpafræðingar halda því frai, ’að
svo hafi verið. Fórnarlömbin voru
gjarnan flækingar, og puttalingar
sem voru einir á ferð. Líkunum hafði
oft verið misþyrmt og hlutar af þeim
fjarlægðir. En hvernig sem innbyrðis
samhengi var varið, linnti þessum
árásum í Kaliforníu skyndilega með
handtöku Engla' Dauðans í San
Fransisco.
Hinsta gjaldið
Réttarhöldunum yfir hinum
fjórum Englum Dauðans hafði verið
frestað til 3. mars 1975. Berettan var
nú úr sögunni sem sönnunargagn.
Coreris og Fotinos einbeittu sér að
þeim fáu og vesælu sönnunargögn-
um, sem þeir höfðu: Giftingarhring
Quitu Hague, sem hinn ákærði
Larry Green hafði tekið af líki hennar
og gefíð uppljóstraranum Anthony
Harris; gullúr Saleems Erakats, sem
fannst á einum hinna ákærðu. Hvort
tveggja voru þetta sönnunargögn. En
hvorugt var jafn áhrifaríkt og það
hefði verið, hefði reynst unnt að rekja
slóð Berettunnar til hinna ákærðu.
Eftir hádegi 15. janúar 1975 kom
Gus Coreris til skrifstofu sinnar eftir
nokkra fjarvist, og fann þá skilaboð
frá öðrum rannsóknarlögreglumanni.
Þau voru um lítilfjörlegan hylmara,
sem sat nú í fangelsi og bauðst til að
veita upplýsingar í skiptum fyrir
dómsmildun. Var Careris fáanlegur
að tala við hann 1 sambandi við eldra
mál?
Tveim dögum seinna fór Coreris
hálf nauðugur til fundar við þennan
mann. Hann hafði hitt hann áður og
vissi að hann var dæmigerður þýfis-
kaupmaður, sem veigraði sér ekki við
að gera hvers konar kaup við hvern
sem var. Sérgrein hans í viðskiptun-
um var rafmagnstæki og skotfæri.
,,Ég get ekkert hjálpað þér,” sagði
Coreris við hylmarann. ,,Eg hef
ekkert komið nærri þínu máli. Eg
vinn við Zebraveiðarnar.
,,Er það? Eruð þið enn með Tom
Manney frá Black Self-Help inni?”
Manney var einn þeirra sjö, sem
handteknir voru 1 fyrstu.
Coreris var á förum, en sperrti nú
eyrun. ,,Þekkir þú Manney?” spurði
hann.
,,Ég hef þekkt hann lengi,”