Úrval - 01.04.1978, Blaðsíða 101
DREPIÐÍNAFNITRÚAR
99
svaraði hylmarinn. „Selt honum alls
konar skran.”
,, Hvers konar , ,skran ” ? ”
, ,0 — kæliskápa — og byssur.
Það fór straumur um Coreris:
,, Hvers konar byssur?
,,Ég seldi honum einu sinni .38.
Seinna nokkrar Berettur.
Coreris lagði höndina á handlegg
hylmarans. ,,0g hvar fékkstu
Beretturnar?”
, ,0 — hér og þar. Eina keypti ég af
samoagaur sem hét Moo-Moo. ’ ’
Hönd Coreris á handlegg hylmar-
ans kipptist ósjálfrátt til. Enginn vissi
um Berettueign Moo-Moo Tooa —
nema hann hefði keypt af honum
þessa þýðingarmiklu byssu. Svo ótrú-
legt sem það nú var, þarna var týndi
hlekkurinn allt í einu kominn fram.
,,Komdu,” sagði Coreris. ,,Nú
skulum við tveir ræða viðskiptamál.”
Hylmarinn féllst á að skýra frá öllu,
sem hann vissi um Berettuna, ef hann
fengi dómsmildun í staðinn.Hann
hafði kynnst Moo-Moo í kaffíhúsi,
sem báðir komu oft á. Morgun einn
síðla í október 1973 voru þeir að
drekka kaffi saman, þegar Moo-Moo
spurði hvort hann vildi ekki kaupa
byssu. Þeir sömdu um verðið,
30dollara, aðeins fímm dollurum
meira en Moo-Moo hafði borgað til
að leysa byssuna út hjá
veðlánaranum.
Hylmarinn hélt Berettunni í hálfan
mánuð, en fór svo að leita að kaup-
anda fyrir hana. Þennan kaupanda
fann hann 1 Thomas Manney hjá
flutningafyrirtækinu, en hann hafði
áður selt Manney eitthvað kringum
tíu skammbyssur.
Staðfestingin á því, að Berettan
hafði verið í eigu Manneys og þar
með tiltæk fyrir hann og alla þá hina
grunuðu, sem þar höfðu unnið, var
lokahlekkurinn. Enginn kviðdómur
gat vísað slíku sönnunargagni á bug.
Þessi sannaða morðbyssa hafði verið
í höndum hinna grunuðu.
Réttarhöldin yfír Englum Dauðans
hófust 3. mars 1975. Þegarþeim lauk
12. mars 1976, voru þau orðin
lengstu glæparéttarhöld í sögu Kali-
forníu. 181 vitni var leitt fyrir réttinn
og málsskjölin vom 2600 síður. Mitch
Luksich, byssufræðingur, stóð í vitna-
stúkunni í sex og hálfan dag.
Hylmarinn, sem seldi Manney —
síðasta eigandanum — Berettuna, og
uppljóstrarinn, Anthony Harris,
stóðu mun lengur. En þrátt fyrir
lengd réttarhaldanna og umfang
kæruatriðanna tók það kviðdómmn
aðeins 18 klukkustundir að kveða upp
dóminn: Sekiríöllum atriðum.
Berettan var lögð fram við réttar-
höldin sem sönnunargagn nr. 27.
Saksóknararnir eru vissir um, að án
byssunnar hefði dómurinn mjög lík-
lega getað fallið á aðra lund. 29. mars
1976 dæmdi dómarinn, Joseph
Karesh, Engla Dauðans til ævilangrar
fangelsisvistar.
í síðasta sinn, sem Berettan skipti
um hendur, var verðið fyrir hana 55
dollarar. En hinsta verð hennar
verður ekki í tölum talið — skelfing
heils samfélags, lemstrun fjögurra
saklausra fórnarlamba og morð á sex.