Úrval - 01.04.1978, Blaðsíða 48
46
URVAL
Eina hugsanlega skýringin hlýtur
að vera sú, að í stað geislavirks
hitagjafa hafí jörðin fengið annan,
sem ekki var fyrir hendi á
tunglinu. Sovesku visindamennirnir
Oleg Kuskov og Nikolai Kjitarov hafa
gert ákaflega athyglisverðar rann-
sóknir, en þeir hafa sýnt fram á með
flóknum varmaaflfræðilegum út-
reikningum, að á mörkunum milli
jarðmöttulsins og jarðkjarnans getur
átt sér stað andverkun scilicon efna-
verkana og upplausn járn-nikkel-
kjarnans. Þetta leysir úr læðingi orku-
magn sem er sambærilegt við fall
geislavirkni. Með öðrum orðum:
Orka djúplægra efnaverkana getur
við vissar kringumstæður komið í stað
orku frá minnkandi geislavirkni á
ákveðnu stigi í lífi hnattarins.
Sömu útreikningar hafa sýnt að sá
hiti og þrýstingur sem þessar and-
verkanir krefjast er aðeins fyrir hendi
inni í jörðinnf og Venusi en ekki í
tunglinu og Merkúr. Mars stendur
þarna mitt á milli: Orka sem stafar af
efnabreytingum hefur augsýnilega
myndast þar í mun minni mæli,
heldur en inni í jörðinni og Venusi,
eða jafnvel alls ekki. Er þetta ekki
ástæðan fyrir misjafnri lengd virks
jarðfræðilegs lífs plánetanna í sólkerf-
inu? Að minnsta kosti má vel nota
þessa kenningu til skýringar á munin-
um á jörðinni og Venusi annars vegar
og á tunglinu og Merkúr hins vegar.
En þetta er aðeins eitt atriði hinna
nýju vandamála sem komið hafa upp
við rannsóknir á tunglinu. Viður-
kenning á gildi tunglsins sem líkans
að fyrri stigum í sögu jarðarinnar vek-
ur enn einu sinni spurninguna um
hugsanlega eðlislíkingu frum tungl-
og jarðskorpunnar. Samsetning
hennar hlýtur að hafa ráðið úrslitum
við eyðingu gass í efri lögum möttuls-
ins og myndun andrúmslofts og
vatnasviðs. Fullyrða má að þessi ár-
borna sameiginlega hnattþróun hefur
ráðið úrslitum um myndun jarð-
skorpunnar. Þessi kenning gerir það
mögulegt að slá því föstu að hin forna
,,meginlands”skorpa sé hin upphaf-
lega og ,,sjávar”skorpan siðar til
komin. Líklegt er að munurinn á
þeim hafí verið „fyrirfram ákveðinn”
á fyrsta stigi jarðsögunnar.
Þetta hvetur til enn víðtækari rann-
sókna, ekki aðeins á lóðréttum heldur
á láréttum mismun á samsetningu
efri möttulsins undir skorpunni á
hinum ýmsu þróunarskeiðum. Járn-
myndunareiginleikar skorpunnar og
möttulsins hljóta einnig að hafa verið
mismunandi. Þetta er atriði sem er
mjög þýðingarmikið í sambandi við
skilning á þeim lögmálum er ráða
dreifingu málmauðæfaí jörðu.
Loks er höfuðvandamálið: Hugsan-
legur munur á samsetningu efri og
neðri hluta möttulsins, efri möttuls-
ins og þeirra frumefna sem jörðin var
gerð úr.
Fyrsti jarðfræðingurinn sem
nokkru sinni kannaði yfirborð tungls-
ins í eigin persónu, bandaríski geim-
farinn Harrison Schmitt, sagði að
tunglið væri gígum settur og rykugur