Úrval - 01.04.1978, Blaðsíða 12
10
URVAL
^Viltu aukg qróaforöa þinij?
Hér á eftir fara 15 orð og orðasambönd með réttri og rangri merkingu. Próf-
aðu kunnáttu þína í íslenskri tungu og auktu við orðaforða þinn með því að
finna rétta merkingu. Gættu þess, að stundum getur verið um fleiri en eina
rétta merkingu að ræða.
1. að kimbla: að dreifa, að blíðka, að blanda, að hrúga, að toga, að flækja, að
dyngja.
2. malakútur: magi, smákrakki, brennivínskútur, kornabarn, marhnútur,
skordýr, lýsiskútur.
3. sumtag: stundum, einstöku sinnum, langir rótarþræðir á melgresi, rótar-
tægjureinis, rótartægjur birkis, rótartægjur fjalldrapa, rótartægjur lyngs.
4. sökkvi: á færi, legufæri, skip, hringiða, kviksandur, mjög blaut mýri, óyf-
irstíganleg hindrun.
5. að kúld(r)ast: að troðast, að sýna framhleypni, að sýna auðmýkt, að hlrast,
að kæla, að frjósa, að híma.
6. hráslagi: hryssingsleg framkoma, ýldaí hrámeti, raki og svali, ruddaskap-
ur, mygla, ígerð, frostharka.
7. borri: hósti, fugl, fiskur, verkfæri, ruddi, nirfill, hrútur.
8. ármatur: morgunverður, úrgangsmatur, tólg, hátíðamatur, eins konar
skyr, slátur, innyfli úrsláturdýrum.
9. viðbit: andúð, átök, ágangur fjár í skóglendi, feitiefni til að hafa með
brauði eðaöðmm þurrum mat, bit óværu, vonbrigði, níð.
10. að berja í brestina: að finna að, að auglýsa, að reyna að laga það sem aflaga
fer, að reyna að bæta fyrir misgerðir, að iðrast og gera yfirbót, að afsaka
galla, að leynagalla.
11. hnossgæti: góðgæti, manngæska, hamingja, dyggð, varkárni, bragðgóður
matur, auðlegð.
12. breði: hnífur, hökull, sveðja, klaki, ísströngull, þrekvaxinn maður, frekju-
dólgur.
13. skreppinn: óeirðarfullur, óeirinn, hyskinn, ósannsögull, sem mikil teygja
erí, vesældarlegur, óáreiðanlegur.
14. hortugur: magur, vesældarlegur, ósvífinn, stygglyndur, yfirgangssamur,
áleitinn, spéhræddur.
15. bekri: yfirgangsseggur, hrútur, ólátabelgur, viðsjárverður maður, hani,
tarfur, óðinshani.