Úrval - 01.04.1978, Blaðsíða 129
127
Við hjónin höfðum yndi af að spila klassískar hijómplötur á
kvöldin. Eitt sinn fengum við svohljóðandi bréf.
Þið getið ekki gert ykkur undrun mlna og ánægju í hugarlund
þegar ég vakna um miðja nótt og heyri eitt verka minna flutt af
symfóníuhljómsveit. Eftir allan þennan svefn heyri ég! Ég vissi að
heyrnarleysi mitt myndi ekki vara að eilífu. Aðeins ein athugasemd:
Mér finnst flutningurinn full hávær.
Kannski inniheldur næsti konsert níundu symfóníuna. Ég gætii
útvegað lögreglukórinn til að flytja hana með ykkur.
Ykkar einlægur,
Ludwig van Beethoven.
,,Hver einasta síða var argasta klám,” sagði laganna vörður í Ocala,
Florida, á meðan hann horfði á 10 þúsund dollara virði af klámritum
líða upp í reykjarmekki. ,,Við fórum í gegnum hvert eintak.” ,,Það er
rétt,” bætti samstarfsmaður hans við, ,,og það varð þriggja daga verk
að skrásetja efnið í stað þriggja stunda.” pjpj
BRELLAN—SVAR:
Báðar línurnar eru jafn langar, eins og þið hafið sjálfsagt getið
ykkur til. Sumir vísindamenn segja, að lárétta línan sýnist styttri
af því hún sé brotin með láréttu línunni, sem kemur á hana
miðja.