Úrval - 01.04.1978, Blaðsíða 20
18
ÚRVAL
sig gjarnan frá keppnisbrautunum.
Að þessu sinni höfðu þau hjónin
komið sér saman um að hittast á
flugvellinum eftir keppnina og fljúga
saman heim til Salzburg.
Niki beið hennar ekki í
flughöfninni. Þess í stað tóku
ókunnir menn á móti henni og báru
henni vondar fréttir: Það hafði orðið
slys. Niki var í sjúkrahúsi í Mann-
heim, 240 km í burtu.
Eftir óskilgreindan tíma var
Marlene stödd í gjörgæsludeildinni á
spítalanum í Mannheim og horfði á
ófrýnilegt flykki, sem minnti ekkert á
manninn hennar. Andlitið var
skaðbrennt og svo bólgið að það vat
margfalt stærra en venjulega. Augu
og nef voru sokkin í uppbólgið,
brunnið hold. Hver andardráttur var
með svo miklum etfiðleikum að ekki
varð annað séð en hann myndi
fljótlega stöðvast með öllu.
,,Lifír hann af?” spurði Marlene
lækninn, sem leiddi hana út aftur.
Hann hristi höfuðið. Það hefði verið
hægt að ráða við húðbrunann, en
Niki hafði andað að sér loga og
eitruðum reyk. Lungun voru mikið
skemmd og voru að gefast upp. Þarna
var varla nema um klukkustundir að
ræða.
Marlene beið og grét alla nóttina.
En bak við lokaðar dyrnar skynjaði
Niki Lauda návist dauðans og neitaði
að gefast honum á vald.
ÞAÐ HAFÐI RIGNT um
morguninn, svo keppnisbrautin var
ennþá hættulegri. Ökubrautin í
Nurburgring er gjarnan talin hættu-
legasta brautin í Grand Prix keppn-
inni. Niki hafði árangurslaust reynt
að fá keppnina flutta á betri stað
þetta árið. Hann hélt því fram, að
það væri sambærilegt að aka tólf
strokka, 500 hestafla Formula 1
kappakstursbíl í Nurburgring eins og
að lenda risaþotu á túnbleðli. Hver
hringur er 8,4 km á lengd með 176
beygjum og yfir óteljandi hæðir.
Flestir ökumenn eru sammál um að
það sé of lítið undanfæri til þess að
bjarga sér heilu og höldnu út af
brautinni ef eitthvað kemurfyrir.
Grand Prix kappakstur reynir nóg á
menn og vélar án þess að svona
erfiðar brautir komi til. Á hverju ári
leggja ökumenn, aðstoðarmenn og
bílar — allt upp í 15 fyrir hvern hóp
— upp í tíu mánaða ferðalag, í 17
erfiðar keppnir í fjórum heimsálfum.
I hita bardagans skilja aðeins fáeinar
sekúndur í milli sigurvegarans og
þess, sem kemur síðastur í mark að
öllum skilyrðum fullnægt. Af þeim
25 ökumönnum, sem hefja hverja
keppni, fá aðeins þeir fyrstu sex í
mark stig, sem fleyta þeim áfram til
sigurs — en sigurinn er milljóna virði
fyrir sigurvegarann.
Það er ekkert smávegis, sem lagt et
undir, frá verði Formula 1 kapp-
akstursbíls (frá 25,5 milljónum króna
og upp úr — ekki miðað við inn-
flutningsgjöld til íslands — þýð.)
upp í tollinn reiknaðan í manns-
lífum,- Af þeim 14 ökumönnum,
sem hafa sigrað í Grand Prix