Úrval - 01.04.1978, Blaðsíða 28
26
URVAL
sig frá öðrum Indverjum. Konurnar
eru Ijósleitar á hörund, græn-, gul-
eða brúneygðar, dökkbrýndar, með
bein nef og stóra munna - þær hafa
löngum verið frægar fyrir fegurð.
Þrátt fyrir að fátæktin hefur verið
hlutskipti landsins 1 aldir, þekkja
Kashmírbúar ekki eymd og örvænt-
ingu fátækrahverfa Indlands. Næst-
um hver einasta fjölskylda á sitt
heimili, venjulega lítið býli, með
nokkrum valhnotutrjám og ávaxta-
garði. Yfir vetrarmánuðina, þegar
býlin eru snævi þakin eru kindur og
geitur teknar inn til að halda á þeim
hita. Ofnar eru sjaldgæfir en á vet-
urna bera margir Kashmírbúar undir
margföldum klæðnaði sínum kangri,
sem er smá stó með glóandi kolum.
Ibúar Srinagar um hálf milljón,
búa á landssvæði þar sem vatn og
land skiptist á, óreglulegt mynstur
skaga, skurða og víka. Ökunnugum,
sem ráfar um hinn gamla kjarna
borgarinnar, finnst hann vera staddur
í ys og þys austurlanda, með klingj-
andi bjölluhestum, handdregnum
leiguvögnum og litlum rútubílum,
einnig eru þar heilagar kýr sem rölta
sína leið. Basarar í Srinagar eru ein-
kennilegar holur í húsasundum, sem
opnast fram á götuna, þar eru á boð-
stólum austurlenskir dýrgripir — fín-
gerðir skartgripir, tréskurður ýmis-
skonar, fislétt, útsaumuð sjöl, ofin úr
mjúku þeli Pasmina geitarinnar. En,
kaupandi, vertu á verði. Kashmírbúar
eru þekktir fyrir klæki og syfjulegur
kaupmaðurinn, tottandi vatnspípuna
sína — er ekki í vipskiptum í góð-
gerðarskyni.
Hvar sem land og vatn mætist í
Kashmír liggja bátar við festar. Lög í
Kashmír banna utanaðkomandi að
eiga land í Kashmír, en árið 1888 fór
hinn hugmyndaríki Englendingur
M.T. Kennard í kringum þessa reglu-
gerð með því að eignast einn þessara
flatbotnuðu báta, sem fólkið á Jhel-
um ánni notar sem bústaði. Þetta
fljótandi heimili sitt kallaði hann Sig-
urinn. Nú eru 585 húsbátar til leigu á
vötnum og ám Srinagar. Þeir eru allt
frá einföldum bátum upp í 150 feta
langar fljótandi hallir, með íburðar-
miklum íbúðum. Húsbátarnir eru
sjaldan leystir, fólkið damlar yfir
vatnið í shikaras, bátum svipuðum
gondólum, með skemmtilega
skreyttum sætum.
Rétt utan við Srinagar, handan við
hið fagra Dal stöðuvatn, sem þakið er
bleikum lótusblómum, er ævintýra-
leg litadýrð konunglegra skrúðgarða,
sem keisararnir hafa látið gera. Fræg-
asti garðurinn er Shalimar, sem þýðir
„Ástarhreiðrið”, þvers og kruss eru
smálækir og gosbronnar. Shalimar
stendur í fjómm breiðum stöllum,
sem liggja uppi í skógi vaxnar hlíðar.
I marmaraskálum getur fyrirfólkið og
gestir þess leikið og matast innan um
rennandi vatn og þytinn í laufí trj-
ánna. Við stönsum til að skoða hóp
af Hindúum á ferðalagi, í skrautleg-
um búningum sínum steðja þeir upp
og niður stígana — í augum okkar
hinna em þeir eins og fulltrúar fornr-