Úrval - 01.04.1978, Blaðsíða 70
68
ÚR VAL
notaði hann hendurnar, og þessi
þokkafullu, talandi ,,hljóðfæri” urðu
fljótt einkenni hans, ásamt djúpblá-
um augum og ljósu hárinu.
Árið 1912, þegar hann var þrítugur,
tók hann að sér Fíladelfíuhljómsveit-
ina, sem þá var miðlungsgóð, og inn-
an tíu ára hafði hann gert hana að
einni stærstu hljómsveit allra tima.
Mikið hefur verið ritað og bollalagt
um Hæfileika Stokowski til að ná fram
hjá hljómsveitum þessum safaríka
tón, fullum af eldmóði og orku. I
hreinskilni sagt held ég að of mikið
hafí verið rætt um þetta atriði. Það er
hægt að skýra hæfileika Stokowski
með einföldu orði: snillingur. Eitt
sinn er hann var að æfa „Vorblótið”,
eftir Stravinsky, stöðvaði hann hljóm-
sveitina I spennandi kafla og sagði:
,,Ég heyrði ekki í fjórðu básúnu.”
Hann hafði rétt fyrir sér; nóturnar
fyrir fjórðu básúnu höfðu gleymst svo
hún lét sér nægja að spila eins og sú
þriðja.
ÆVINTÝRAMAÐUR
Frá því Leopold var 12 ára bjuggum
við í sömu íbúðalengjunni. Verandir
íbúðanna lágu saman og við rædd-
umst oft við. Það var ekki auðvelt að
umgangast hann, en það þýðir ekki
sama og að hann hafí verið kulda-
lcgur. Hann hafði einfaldlega ekki
áhuga á kjaftasögum. Hann vildi tala
um flutning verka, höfunda þeirra,
listamenn og hljómsveitir.
Eitt sinn er við vorum að ræða um
snilli ákveðins verks, sagði hann: ,,Þú
veist að mikil list er lifandi í sjálfu
sér.” Vissulega samræmdist líf hans
þessari kenningu. Leopold hafði
áhuga á öllu, frá stjórnmálum upp í
rafeindafræði. Hann var ævintýra-
maður í sínu einkalífi, óseðjandi for-
vitinn og fús að reyna nýja hluti.
Á þeim ríma þegar áheyrendur
væntu sér aðeins sígildra tónverka
Bachs, Mozarts, Beethovens og ann-
arra meistara, hélt Stokowski fram
verkum samtímamanna. ,,Vani,”
sagði hann, ,,vegna leti.” Það eru
fast að því hundrað svokölluð viðbót-
arverk, sem Stokowski frumflutti fyrir
ameríska áheyrendur. Það frum-
herjastarf gerði hann að einum um-
deildasta og mest spennandi persónu
tónlistarheimsins.
Áheyrendur Leopolds voru ekki
alltaf þakklátir fyrir framlag hans.
1919 flutti hann í Fíladelfíu ,,Hrifn-
ingaróð”, eftir Scriabin, þá risu
margir áheyrenda á fætur og gengu
út. 1922 leyfði hann Ameríkönum að
heyra „Vorblótið”. Hann hafði
snemma byrjað á því að tala beint við
áheyrendur og áður en flutningurinn
hófst sagði hann: ,,I hreinskilni sagt
á ég ekki von á að þið verðið hrifín af
þessu í fyrsta skipti.” Hann hafði rétt
fyrir sér.
Áhugi vinar míns á nýjum verkum
var álíka mikill og þörf hans fyrir
ungt fólk. Snemma á 20. öldinni var
hann fyrsti frægi stjórnandinn sem
hélt reglulega hljómleika fyrir börn
undir tólf ára aldri. Þau elskuðu
frjálslega framkomu hans og kfmni-