Úrval - 01.04.1978, Blaðsíða 44
42
URVAl.
— Hafðu engar áhyggjur. Ég er einkaritari mannsins þíns, og ég sé
algjörlega um hann, á meðan þú ert hérna.
Ég á vin sem fer aldrei I megrun en bætir þó ekki grammi við
þyngdina. Hann étur sex máltíðir á dag. Venjulega máltíð er þrjár
steikur, tvö kíló af kartöflum, þrír hamborgarar, eplakaka, ábætir
ásamt drykkjarföngum. Og hann vegur alltaf það sama 238 kg.
Maður nokkur var að ferðast í sporvagni í Moskvu ásamt syni sínu-
um. Drengurinn spurði: ,,Hve breitt er Rauða torgið?”
,,Um 600 metrar” svaraðifaðirinn.
,,Hve langt er Gorky stræti?” spurði drengurinn.
, ,Um sex kílómetrar,’ ’ svaraði faðirinn.
,,Hve há ersovétstjórnin?” spurði drengurinn áfram.
„Þetta er heimskuleg spurning,” svaraði faðirinn, ,,og ekki hægt
að svara henni.”
Hinum megin í vagninum leit gamall maður upp og sagði: , Jú,
það er til svar við spurningu sonar þíns. Ég er 180 sm hár. Þessvegna
hlýtur stjórnin að vera 160 sm vegna þess að ég hef haft hana alveg
hingað,” sagði gamli maðurinn og benti á hálsinn á sér. a