Úrval - 01.04.1978, Blaðsíða 66
64
URVAL
skartklæðum, af fyllsta yndisþokka.
Flóakragar, flókar úr feldi og fjöðr-
um, voru notaðir til að veiða flærnar
í. Allt var þetta vel þekkt meðal yfir-
stétta miðalda. Þegar kragagildrurnar
urðu fullar af flóm tóku þjónarnir við
þeim, fóru með þá út fyrir og dust-
uðu flærnar úr. Leifar af þessum
fornu flóakrögum má enn sjá þegar
fólk vill vera virkilega fínt. Þá krækir
það um hálsinn dauðum, stareygðum
minkum og refum.
Heilbrigðisyfírvöld nú til dags
mæla með tvíþættum ráðstöfunum í
baráttunni við flærnar. Annars vegar
eigum við að reyna að gera hýbýli
okkar svo fjandsamleg flóm, sem
verða má. Fyrst og fremst á að bursta
og berja burtu allt ryk, ryksuga, sópa
og hrista til þess að eyðileggja sem
allra mest af eggjum, lirfum og púp-
um. Bæli gæludýranna á að hreinsa
vandlega í hverri viku, og ef ástæða
þykir til, á að úða eða strá með skor-
dýraeitri.
Annað skrefíð er svo að láta til skar-
ar skríða gegn fullorðnu flónni. Hægt
er að fá alls lags úða, púður og sápu,
sem nota skai á húsdýrin til að verja
þau fyrir flóm. Einnig er til nútíma
flóakragi fyrir húsdýr með skordýra-
eitri.
En á öllum tímum hafa viðskipti
manna og flóa verið gagnkvæmt stríð.
Það má því heita furðulegt, að mað-
urinn hefur iðulega skemmt sér við
flóna. Þar til fyrir fáum árum voru
flóasýningar, þar sem flærnar léku
listir sínar, vinsælar á samkomum.
Þar mátti sjá flær með örsmá aktygi
draga agnarlitla vagna eða dansa vals
saman tvær og tvær, eða heyja einvígi
með tveimur sverðum, því það er svo
að sjá, sem með iðni og eljusemi
megi kenna flóm æði margt.
Flær hafa líka orðið skáldum,
heimspekingum og rithöfundum ær-
ið umhugsunarefni. Shakespeare og
Alexander Pope hafa meðal annarra
skrifað margt um flær, aðallega til
þess að sýna fram á, að maðurinn sé
ekki svo merkilegur sem hann heldur
— þegar öllu er á botninn hvolft er
hann er ekki annað en skjóttekinn
málsverður fyrir pöddur.
Og ef maður veltir málinu fyrir sér
með viðeigandi hugarfari, er ekki frá-
leitt að hugsa sér að flærnar séu ein-
hver þau gáfuðustu og tryggustu
kvikindi, sem hægt er að deila með
húsi, gæludýri eða gólfmottu. Þær
hafa svo sannarlega sýnt okkur, svo
ekki verður um villst, að þær kunna
að meta okkur eins og við erum. ★
ÞYKKT JARÐ SKORPUNNAR
Þar sem jarðskorpan er þykkust, undir Himalayafjöllum, er hún 80
kílómetrar að þykkt. Þetta hefur komið fram við sameiginlegar rann-
sóknir, sem gerðar eru af Sovétríkjunum, Indlandi, Italíu og Pakist-
an. Skurður, sem er 100 kílómetrar að lengd var sprengdur í jarð-
skorpuna til að rannsaka þykkt hennar.