Úrval - 01.04.1978, Blaðsíða 52
50
var að skoða tennur í dráttarklár á
býli nokkru, þegar ég kom auga á
veru sem kraup við steinvegg uppi í
hlíðinni á bak \ ið hesthúsið. Við hlið
hennar var barnavagn og stór hundur
sem sat þolinmóður í grasinu.
Eg benti upp í brekkuna. ,,Hver
er þetta?”
Bóndinn hló. ,,Þetta er Roddy
Travers. Þekkirðu hann?”
,,Nei, nei, alls ekki. Hvaðan er
hann?”
,,Einhversstaðar úr Yorkshire, ég
veit ekki nákvæmlega hvaðan. En
hann getur unnið hvað sem er — svo
mikið veit ég.”
, Já,” svaraði ég og horfði á mann-
inn leggja flötu, stóru steinanaí stóra
gatið á veggnum, sem hann var að
gera við. ,,Það eru ekki margir sem
kunna þetta nú til dags. ’ ’
,,Það er rétt. Vegghleðsia er vanda-
samt starf og á undanhaldi, en Roddy
er flinkur við það. En hann getur allt
— slegið, grafið, gætt fjár, það kem-
ur allt út á eitt.”
,,Hve lengi verður hann hérna?”
,,Hann fer þegar hann hefur lokið
við vegginn. Hann er aldrei lengi á
samastað.”
,,Á hann hvergi heima?”
Bóndinn hló aftur. ,,Roddy á ekk-
ert. Allar jarðneskar eigur hans eru i
vagninum þarna.
Um sumarið sá ég Roddy marg-
sinnis, srundum á veginum, stundum
hampaði hann skóflu, er hann vann í
skurðunum í kringum akrana. Jaki
var alltaf með honum, annað hvort lá
VRVAL
hann við hlið hans eða horfði á hanr.
vinna.
Svo var það kvöld nokkurt í októ-
ber um áttaleytið að dyrabjallan
hringdi. Ég fór til dyra og sá Roddy á
tröppunum. Bak við hann, rétt sjáan-
legur í frostbitru rökkrinu stóð hinn
fylgifasti barnavagn. ,,Mig langar til
að þú lítir á hundinn minn, herra
Herriot,” sagði hann. ,,Hann fær
einhverskonar krampayfirlið. ’ ’
,,Krampayfirlið? Það er ótrúlegt
meðjaka. Hvar erhann?”
,,I vagninum undir teppinu.”
,,Gott,” ég galopnaði dyrnar.
,,Komdu með hann inn.”
Roddy togaði gamla, ryðgaða vagn-
inn fimlega upp þrepin og ýtti hon-
um, skröltandi og ískrandi eftir gang-
inum að læknastofunni. í björtu ljós-
inu þar inni lyfti hann teppinu af
Jaka sem lá teygður undir því. Undir
höfðinu hafði hann þunnan frakka
Roddys fyrir kodda og í kringum
hann lágu önnur veraldarauðæfi hús-
bónda hans: Pakki með skyrtuin og
sokkum til skiptanna bundið saman
með snæri, tepakki, hitabrúsi, hnífur
og skeið og hermannamalpoki.
Stóri hundurinn leit hræddum
augum á mig, hann titraði. Ég setti
hlustunarpípu við hjartað og hlustaði
hann en heyrði ekkert annað en öran
hjartslátt hræddrar skepnunnar. Það
var ekkert óvenjulegt og hitamælirinn
sýndi enga hitaaukningu.
,,Við skulum setja hann á borðið,
Roddy.”
Stóri hundurinn var máttlaus í