Úrval - 01.04.1978, Blaðsíða 93
DREPIÐINAFNITRÚAR
91
skoppaði inn á óbyggt svæði skammt
frá skólanum. Allt 1 einu sá hann
glitra á eitthvað í sólinni, og þarna, á
teppi úr barrnálum, lá lítil, hálf-sjálf-
virk marghieypa. Stráksi hrópaði af
hrifningu, greip gripinn og sýndi
félögum sínum. Þeir léku sér að
þessum dýrgrip um hríð, skiptust á
um að spenna gikkinn, horfa á sjálf-
virknisbúnaðinn hreyfast og skoða
tóma kúlnaklemmuna.
Um kvöldið fór eitt barnanna
með byssuna heim. Foreldrum þess
brá í brún og hringdu þegar í stað til
lögreglunnar, sem þegar í stað gerði
sér ljóst hve mikilvægur fundur
barnanna gat verið. Þetta auða svæði
var ekki steinsnar frá staðnum þar
síðasta Zebra-fórnarlambið var myrt.
Og það sem meira var, vinstúlka eins
hinna grunuðu átti heima svo að
segja í næsta húsi. Og loks,
marghleypan var 32 kalíbera Beretta.
Næsta dag leiddi rannsókn í ljós, að
þessi byssa hafði verið notuð til að
skjóta hvert einasta fórnarlamb síðan
í síðustu viku janúar, alls tíu manns,
þar af sex til bana.
I máli, sem var svo fátækt af
pottþéttum sönnunargögnum, höfðu
þeir Fotinos og Coreris nú fengið
tromp á hendina. En það var ekki nóg
að hafa morðvopnið. Til þess að
sannfæra kviðdóm, urðu þeir að
tengja það hinum grunuðu.
Flestar lögregludeildir hafa
aðstöðu til þess að rekja feril skot-
vopna, sem kunna í fyrstu að hafa
verið keypt í öðm fylki, eða erlendis.
Þær geta snúið sér til alríkislög-
reglunnar með hjálparbeiðni — sér-
staklega til eftirlitsskrifstofu fjármála-
ráðuneytisins með áfengi, tóbak og
skotvopnum — ATF. 29. apríl,
aðeins tveim dögum fyrir væntanleg-
ar handtökur, hringdi Gus Coreris til
ATF og bað um að rakinn yrði ferill
Berettu með verksmiðjunúmerinu A
47469.
Klukkan flmm að morgni 1. maí
réðust lögreglumenn og spæjarar,
gráir fyrir járnum, inn til hinna
gmnuðu og handtóku þá. Margir í
liði lögreglunnar vom í skotheldum
vestum, því flestir óttuðust skotbar-
daga. En allir hinna gmnuðu gáfust
upp án mótþróa. Klukkan átta um
morguninn vom sjö komnir í
gæsluvarðhald. Við sakbendingu
bentu vitni með fullri vissu á þrjá
þeirra, sem byssumenn úr
Zebraárásunum.
Þótt Tony Harris hefði bent á alla
þessa menn sem jafnseka, neyddist
lögreglan til að sleppa fjómm þeirra
vegna skorts á sönnunargögnum.
Vitnin treystu sér ckki til að benda á
þá með vissu. Meðal þeirra sem
sleppt var, var Thomas Manney,
múhammeðstrúarmaðurinn, sem átti
flutningafyrirtækið Biack Self Help
Moving & Storage Companv.
Eftirtaldir menn vom kærðir fyrir
morð: Larry Green, 22 ára
múhameðstrúarmaður með hreina
sakaskrá. Á hann var bent sem þann
er hefði afhöfða Quitu Hague.
Manuel Moore, líka