Úrval - 01.04.1978, Blaðsíða 94
92
ÖRVAL
múhammeðstrúarmaður, 30 ára, með
langa sakaskrá, og loks J.C. Simon,
28 ára, úr úrvalshópi Avaxta Islams.
Tryggingarupphæð var ákveðin 300
þúsund dollar fyrir hvern. Jesse Lee
Cooks, sá sem þegar var i fangelsi, var
einnig ákærður fyrir hlutdeild í
þessum morðum.
Coreris og Fotinos komust að því,
að fangarnir voru lítið sam-
vinnuþýðir. Þeir störðu bara á
veggina og tautuðu í sífellu: ,,Hvíti
maðurinn er bláeygður djöfull. ’ ’
„Veistu hvað, Gus?” spurði
Fotinos eftir eina yfirheyrsluna.
„Þetta er eins og að tala við send-
ingu. Þessir gaurar geta farið út til
að drepa á sama hátt og þú og ég
förum til að kaupa okkur í matinn. ’ ’
16. maí átti að leiða vitnin fyrir
rétt og leggja fram sönnunargögnin.
Sækjendurnir tveir knúðu ákaft á að
fá fréttir af Berettunni, sem nú var
mjög mikilvæg. Coreris sagði þeim,
að ATF væri enn að reyna að rekja
slóð hennar. En eitt kom þó fljótt í
ljós: Enginn hinna grunuðu hafði
keypt hana af viðurkenndum
byssusala. Það hefði þegar í stað
komið fram af skýrslum. Það var fyrir-
sjáanlegt að leitin að fyrri eigendum
hennar yrði löng og torsótt.
Lögreglumennirnir vissu mætavel
hvernig byssa getur farið um undir-
heimana. Hún er látin í skiptum fyrir
fíkniefni, notuð til að greiða með
skuld, stolin og seld aftur. Að finna
með fullvissu alla eigendur einnar
slíkrar byssu var líkt og að finna allt
það fólk, sem eytt hefur smápeningi,
sem finnst á gangstétt.
Fyrsti hlekkurinn
Þegar ATF fékk beiðni um að
rekja feril Berettunnar, 29. apríl. var
þeirri málaleitan veittur alger for-
gangur. Einn besti starfsmaðurinn
fékk verkefnið, það var hinn 29 ára
gamli Lyman Shaffer, fyrrverandi
leynilögreglumaður. Hann var af-
kastamikill og hugkvæmur, og hafði
vakið verðskuldaða athygli þau tvö ár,
sem hann hafði verið hjá ATF.
Fyrsta skref hans var að setja
númerið af Berettunni í tölvukerfi
stofnunarinnar til þess að komast að
því hvort hún hefði verið keypt í
Kaliforníu. Hann hafði svarið eftir
fáeinar mlnútur: Neikvætt. Þá
hringdi hann til aðalstöðvanna í
Washington.
Þar sem hér var forgangsmál á
ferðinni, var tveimur starfsmönnum
af fímmtán í Washington, sem gera
ekkert annað en rekja ferla af þessu
tagi, fengið málið þegar í stað. Þeir
vissu af upplýsingum Shaffers, að
þeir áttu að hafa uppi á byssu fram-
leiddri hjá Piero Beretta Company í
Gardone í Itallu — virtum vopna-
framleiðanda. Starfsmennirnir tveir
vom komnir í símasamband við verk-
smiðjuna um leið og hún var opnuð
um morguninn.
Samkvæmt upplýsingum fulltrúa
Beretta var eintak af gerðinni M 70,
7.65 mm sjálfvirk marghleypa, fram-
leiðslunúmer A 47469, sent banda-