Úrval - 01.04.1978, Blaðsíða 50
48
ÚRVAL
Stór hundur og stór, gamall barnavagn var næstum
aleiga Roddy Travers. Allt benti til þess að nú myndi
hann missa hundinn......
JAKI
— HUNDURINN
I
BARNAVAGNINUM
—James Herriot —
iííptpíBKíjC* að er ekkert óvenjulegt
við að sjá mann ýta á
undan sér barnavagni
inni í bæjum, en sé það á
*
%
*
afskekktum vegi uppi \
sveit, lítur maður tvisvar
á það. Ekki síst þegar í vagmnum er
stærðar hundur.
Þetta sá ég í hæðunum upp af
Darrowby morgun nokkurn. Þegar ég
nálgaðist, snéri maðurinn sér við og
lyfti hendinni í kveðjuskyni. Það var
góðlátlegt bros á dökkbrúnu andlit-
inu. Fertugur, hugsaði ég og renndi
augunum yfír brúnan háls, sem hafði
hvorki kraga né hálstau og upplitaða
röndótta skyrtu, sem var óhneppt
þrátt fyrir kuldann. Ég vatt niður rúð-
una.
, ,Það er kalt, ’ ’ sagði ég.
Maðurinn virtist undrandi. ,Já,”
sagði hann svo eftir augnablik: ,Já,
það erþað.”
Ég leit á barnavagninn, fornfáleg-
an og ryðgaðan og á stóra dýrið sem
sat í honum. Krullinhærðan hund,
sem leit virðulega á mig.
, ,Fallegur hundur, ’ ’ sagði ég.
— Stytt úr All things wise and Wondetful —