Úrval - 01.04.1978, Blaðsíða 115
113
þessum slóðum árið 1935 og þar
hefur hún gert miklar uppgötvanir
ásamt manni sínum, Louise, og syni
sínum Richard — uppgötvanir, sem
mestum tíðindum hafa þótt sæta alls,
sem í jörðu hefur fundist á þessari
öld. Þarna hafa komið í leitirnar leifar
einhvers konar mannategundar, sem
gekk um og lifði lífi sínu fyrir 3.750
þúsundum ára.
Voru það apamenn, sem þarna
héldu sig, eða voru það menn, sem
lengra voru komnir á þróunarbraut-
inni — raunverulegir frummenn?
Um það kunna að vera skiptar skoð-
anir. En óvéfengt er að þetta hafi ver-
ið verur, sem gengu uppréttar, not-
uðu verkfæri úr steini og gerðu sér
jafnvel skýli, nokkurs konar frumstæð
hús til þess að hafast við í.
Sporin sem fundust fyrir tveimur
Eitt gömlu sporanna, sem dr. Mary
Leakey fann í Laetollil í Tanzaníu.
Sporið er eftir hægri fót, og g/öggt
má sjá farið eftirstóru tána.
árum, eru frá allra elstu tímum þess-
ara frummanna sem enn eru kunnir.
Nákvæmlega áætlað eru þau 3.590
þúsund ára gömul og dr. Mary Leakey
segir að líkurnar til þess, að þau séu
eftir frummann telji hún þrjá á móti
fjórum. Elstu fótspor eftir mann sem
áðurþekktust, voru ekki nema áttatíu
þúsund ára gömul. Þau voru eftir
Neanderdalsmann, fundin í ítölskum
helli.
Mary Leakey er væntanleg til Norð-
urlanda á þessu vori. Vísindaakadem-
ían sænska hefur boðið vísindamönn-
um til málþings, þar sem fjallað verð-
ur um þessa síðustu uppgötvun og
kenningar þær, sem menn aðhyllast
nú um forfeður mannsins og fyrstu
tilvist hans á jörðinni.
Þrjátlu vísindamenn frá mörgum
löndum hafa boðað komu sína á
þessa ráðstefnu, er haldin verðurí Bo-
fors 22.—26. mal á gömlum herra-
garði, þar sem Alfreð Nóbel átti
heima síðustu ár sín í Svíþjóð.