Úrval - 01.05.1979, Page 4
2
ÚRVAL
Akfeitur maður var sendur á spítala,
þar sem læknar hans óttuðust að
hjartað þyldi ekki þessa offitu. Á
spítalanum var hann þegar settur á
strangan sultarkúr. Samúðarfullur
vinur hans sendi honum blóm, og
næsta dag fékk vinurinn kort frá þeim
feita á spítalanum. Á kortinu stóð:
„Alúðarþakkir fyrir blómin. Þau
voru ljúffeng.”
tJr Highways og Happiness
Kvennagullið sat inni á veitingastofu.
Skilningarvit hans fóru skyndilega I
gang, þegar iðilfögur kona gekk fram
hjá borðinu hans. Hann prófaði
algengustu aðferðina: „Fyrirgefðu —
þú ætlar þó ekki að borða ein?”
Hann uppskar ekkert annað en
nístandi augnaráð. Það særði stolt
hans, svo hann bætti við, hæðnisiega:
„Fyrirgefðu — mér sýndist þú vera
hún mamma.”
„Óhugsandi,” hreytti konan út úr
sér. „Ég er tvífætt og skottlaus. ’ ’
Úr The Roughneck
Ferðamaður i New Hampshire var að
dást að landslaginu í Nýja Englandi,
og spurði bónda þar á staðnum
hvaðan öll þessi björg kæmu.
„Skriðjökullinn bar þau hingað,”
svaraði bóndinn.
„Nú — en hvar er þá skriðjökull-
inn?” spurðiferðamaðurinn.
„Hann fór að sækja meiri björg,”
tautaði bóndinn.
ÚrFriesian World
Farley Fairbanks dó og hélt til
undirheima. Yfirdjöfsi tók á móti
honum og sagði honum að hann gæti
valið sér stað til að dvelja á það sem
eftir væri eillfðarinnar. Svo opnaði
hann fyrstu dyrnar, og þar sá
Fairbanks þúsundir manna standa á
hausnum á steingólfl. Fairbanks sagði
skratta að þetta vildi hann ekki gera
að eilífu. Þá opnaði ári fyrir honum
aðrar dyr, þar sem hópur manna stóð
á hausnum á trégólfí. Þótt Fairbanks
þætti þétta illskárra, vildi hann fá að
sjá þriðja möguleikann. Djöfullinn
opnaði þriðju dyrnar, þar sem
þúsundir manna stóðu upp í ökla í
einhverri andstyggðar dmllu, og vom
að drekka kaffi.
„Þetta er óttaleg for, sem þeir
standa í,” sagði Fairbanks. „En ætli
mér lítist ekki skárst á þetta.
Að svo mæltu gekk hann inn og
dyrnar skullu í lás að baki hans. I
sama bili kom verkstjóradjöfull ask-
vaðandi og hrópaði: „Jæja, piltar,
kaffitíminn er búinn. Á hausana með
ykkur! ’ ’ Úr News and Courier