Úrval - 01.05.1979, Page 14

Úrval - 01.05.1979, Page 14
12 ÚRVAL Talsérfræðingarnir eru áfjáðir í að komast að því hvað þessi sérkennilega hljóðasamröðun þýðir, því þeir hafa gengið úr skugga um að hún þýðir sannarlega eitthvað. Telpurnar hafa fundið upp sitt eigið tungumál. Hvað var það á lífsferli þessara tveggja bláeygu, mjúkhærðu telpna, sem kom þeim til að mynda sitt eigið tungumál? Hvers vegna lærðu þær ekki að tala ensku, eða þá þýsku, sem er mál ömmu þeirra og barnfóstru? Ef mál þeirra er aðeins barnamál, hvers vegna slepptu þær því ekki fyrir almennt mál umhverfisins eins og flest önnur börn? Þó er mikilvægasta spurningin þessi: Verður tungumál þeirra til þess að kenna heiminum eitthvað um upphaf og tilkomu tungumáls yfirleitt? Þegar Grace og Virginia fæddust í Columbus í Georgíu árið 1970, voru foreldrarnir, Tom og Chris Kennedy, vanbúin að mæta þeirri fjárhagsbyrði, sem tvíburar voru. Svo fyrst í stað urðu systurnar að deila öllu með sér sem eitt barn væru, þar á meðal lítilli vöggu, þar til úr greiddist. Sex mánuðir liðu, þangað til þær fengu sitt rúmið hvor. Daginn sem þær fæddust, fékk Virginía áköf krampaköst. Daginn eftir fékk Grace samskonar krampa. Prófað var hvort þær kynnu að hafa vatnshöfuð. Prófunin sýndi svo ekki vera. Telpurnar héldu áfram að fá svona flog annað slagið fyrsta hálfa árið. Þegar þær voru tveggja ára, var heilalínurit tekið af þeim til að kanna, hvort þær hefðu orðið fyrir heilaskemmdum. ,,Niðurstaðan varð sú, að þær væru eðlilegar, en læknarnir sögðu ógerlegt að segja til um hvort þær myndu þroskast eðlilega, fyrr en þær yrðu fimm eða sex ára, ’ ’ segir Tom Kennedy. Þessi varnagli verkaði óbeinlínis systrunum í óhag. Tom og Chris gátu ekki gleymt því, að dætur þeirra voru hugsanlega vangefnar. Oft gripu þau til þessarar skýringar, þegar þeim þóttu framfarir dætranna hægar. Fjárhagsins vegna neyddust bæði Chris og Tom til að vinna fullan vinnutíma utan heimilis, svo Gracy og Ginny voru langtímum einar með ömmu sinni. Hún dekraði við þær og sá fyrir öllum líkamlegum þörfum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.