Úrval - 01.05.1979, Blaðsíða 28

Úrval - 01.05.1979, Blaðsíða 28
26 ÚRVAL fundu holurnar. Friðunin tókst mjög vel. Enn skyndilega og óvænt urðu bjöllubýflugurnar á friðaða svæðinu fyrir árás óvina. Það voru maurar. Það var hryggileg sjón, sem mætti augum Grebennikovs, þegar hann skoðaði eitt bjöllubýfluguhreiðrið, sem var grafíð ofan í jörðina í grennd við mauraþúfu. Honum skildist, að bjöllubýflugur og maurar gátu ekki búið sem nágrannar. Þess vegna gróf hann upp úr jörðinni nokkur hreiður og kom þeim fyrir á stöng, sem hann hafði rekið niður í vatnsfyllta holu. Eftir skamman tíma komst Viktor að raun um, að skordýrin undu sér þar jafnvel enn betur heldur en niðri í jörðinni. Þetta var forvitnileg uppgötvun. En Viktor gekk lengra. Hann bjó til enn frumlegra hús fyrir skordýr sín — smíðaðan 20 fermetra skála. Tilraunir Grebennikovs vöktu áhuga vísindamanna. Honum var boðið að hafa yfirumsjón með skordýrasafni Efnafræðistofn- unarinnar í Novosibirsk. Þar kom hann á fót þriðja bjöllubýflugna- verndarsvæðinu. Jafnframt hefur ■ hann að beiðni vísindamanna í Akademigorodok — háskólaborg í grennd við Novosibirsk — flutt fyrir- lestra um skordýr. Vísindafélagið opnaði sýningu á teikningum hans, sem síðar öfluðu honum heiðurs- merkis og heiðursskjals frá heims- þingi um plöntuvernd. Við sitjum í íbúð Grebennikovs. I gegn um stóran glugga sé ég birki- lund, þar sem friðunarsvæðið er. Grassvörðurinn þar úir og grúir af skordýrunum hans. ,,Svo nú eru til þrjú bjöllubýflugnafriðunarsvæði? ’ ’ sagði ég- ,,Nei, þau eru þegar orðin fimm. Stúdentar, sem stunduðu verklegar æfíngar undir umsjá minni hafa komið upp griðlandi við Baikalvatn. Og annað verndarsvæði fyrir bjöllu- býflugur hefur risið upp fyrir frumkvæði vina nemenda minna í Akademgorodok.” ★ Ein af frægustu útflutningsvörum Trinitad er súkkulaðið Angostura sem hefur verið framleitt af sömu ættinni frá árinu 1824. Leyniuppskriftina kunna aðeins fjórar manneskjur og árum saman var ekki beinlínis farið eftir uppskriftinni heldur var súkkulaðið smakkað til. Að lokum var svo formúlan skrifuð niður, blaðið sem hún var rituð á rifið í tvennt og helmingarnir geymdir sinn í hvorum banka. Þeir fjórir, sem kunna uppskriftina, ferðast aldrei með sama farartæki og aðeins þeir einir mega koma inn á staðinn þar sem blandan er gerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.