Úrval - 01.05.1979, Qupperneq 30
28
URVAL
við minnsta hættumerki tafarlaust
viðbúið að hnekkja óvininum.
Þetta kerfi er til þess ætlað að
berjast gegn efnum, sem ekki
myndast, ef frumurnar starfa eðli-
lega, en berast inn í líkamann sem lyf
(annað form efnainnrásar), fæða og
óhreinindi í andrúmsloftinu.
Hvernig er þetta varnarkerfí?
Grundvöll þess mynda svokölluð
samhæfð eggjahvítuefni — gerhvati,
sem nefnist cytochrome P-450 (eigin-
leikar hans líkjast eiginleikum
hemoglobins, blóðrauðans).
P-450 gengur í samband við
xenobiotic-sameind (vegna þess að
það er óuppleysanlegt í vatni),
súrefnisfrumeind (minnist þess hlut-
verks hemoglobins að flytja súrefni í
blóðinu). Við það verður sameindin
uppleysanleg í vatni og líkaminn
sendir hana áfram eftir hinum
náttúrlegu innri farvegum sínum.
Lífefnafræðingar segja, að P-450 sé
dularfullt: Þeim hefur lengi verið
kunnugt um tilvist þess en vissu ekki
um tilgang þess. Nú hefur hulunni
verið svipt af leyndardóminum.
Ný vísindagrein, xenobioefna-
fræði, fæst við rannsóknir á sér-
kennum þessa varnarkerfís hjá lifandi
verum. Kerfið fellur að hinum ytri
heimi. Svo lengi sem óvinirnir eru
fáir er cytochromemagnið lítið. En
viðvörunarmerki framkallar allsherjar
hervæðingu. Nú vita vísindamenn,
að P-450 magnið í frumum lifandi
veru og lifrinni (höfuðvarnarbúrnum
gegn útbreiðslu xenobiotics) er bein-
línis háð umhverfismengunarstiginu,
með öðrum orðum því hve mjög
mengunin ógnar lífi og heilsu
líkamans.
Nýverið sprautuðu starfsmenn
rannsóknarstofnunar í tilraunaskyni
miklu af luminal, sem er mjög
útbreitt xenobiotic, í rottur. Lifur
dýrann nálega tvöfaldaðist að stærð
og magn gerhvatans fjórtánfaldaðist.
Að sjálfsögðu ber ekki að skilja
þetta þannig, að nægilegt sé að þakka
náttúrunni og reiða sig á hana.
Aðlögun er aðeins hugsanleg innan
skynsamlegra marka. Þar að auki er
það alkunna, að fjöldi sjúkdóma
þrífst á mengun, sem- eykur tíðni
þeirra, gerir þá þrálátari og veldur því
að þeir hafa hættulegri afleiðingar í
för með sér.
Efnabað
Náleg öll lyf sem við notum, eru
xenobiotics. P-450 ræðst gegn
sérhverju þeirra. Varnarkerfíð er í
vissum skilningi blint. Það getur ekki
greint á milli þess, sem gerist af
slysni, og þess sem berst inn í
líkamann af ásettu ráði í því skyni að
lækna hann, það ræðst gegn
xenobiotics, gleymið á afleiðingarnar.
Þess ein markmið er að gera
óuppleysanlegar sameindir uppleys-
anlegar.
Lyfjafræðingar hafa þegar búið til
eind, sem að viðbættu P-450 gerir
þeim kleift að fylgjast með hvernig
lyf breytast í líkamanum og að
rannsaka áhrif þeirra á starfsemi