Úrval - 01.05.1979, Page 40
38
ÚRVAL
Hann hafði ekki fyrr óskað
sér þess en hann gerði áætlun.
Litli, óþekki strákurinn ákvað
að stela þeim. Hann ætlaði að
fara með þau yfir klettabrúnina
og fela þau í dalnum hinum
megin. En hann mátti ekki láta
nein merki þess um hvert dýrin
hefðu farið, verða eftir á
enginu. Hann náði sér í grein
og hljóp fram og aftur til að fá
dýrin til að ganga aftur á bak
og fara yfir klettabrúnina. Og
það sem meira var, honum
tókst það.
Hvílík sjón — hjörð fimmtíu
snjóhvítra nautgripa gekk aftur
á bak yfir engið baulandi og
öskrandi og á milli þeirra hljóp
smástrákur og veifaði litlu
priki. Hann hló af ánægju.
Þegar þau komu á sendna
jörð hikaði Hermes aðeins, en
það var ekki lengi. Hann vissi
að fótspor hans myndu sjást í
sandinum, þessvegna braut
hann greinar af tré og batt við
fæturna, þannig gekk hann yfir
og engin fótspor sáust.
Hjörðin kom að kletta-
beltinu, fór yfir sendnu jörðina
og niður hinum megin. Og það
skrýtnasta af öllu skrýtnu var að
slóðin gaf til kynna að dýrin
hefðu komið frá klettabeltinu
í stað þess að þau fóru að því.
Næsta dag, þegar Appolló
kom til að líta á hjörðina sína
var engið autt, nema einn
gamall tarfur með snúin horn
sem af einhverjum ástæðum
hafði orðið eftir. Appolló sá
mörg spor sem lágu að enginu
en engin spor sem lágu frá því.
Engu var líkara en að hjörðin
hefði gufað upp þarna á miðju
enginu.
En Appollo hafði augu sem
sáu meira en önnur augu.
Hann vissi strax að það var
hann litli, hrekkjótti bróðir
hans, sem hafði stolið hjörð-
inni. En hvar faldi hann hana?
Og hvernig hafði hann komið
henni út af enginu? Appollo
vissi að það voru maðkar í mys-
unni. En hann vissi ekki hverjir
þeir voru. Þessvegna fór hann
að leita að Hermesi.
Hann fann hann liggjandi í
litlu vöggunni, þar sem hann
sparkaði litlu fótunum upp í
loftið. Hermes vissi vel hver
Appolló var. Hann vissi líka að
nú var ekki von á góðu. Þess-
vegna sönglaði hann barnavísu