Úrval - 01.05.1979, Blaðsíða 56
ÚRVAL
5<i
ólguðu af hávæaim mávum með
klofin stél, en þunglamalegar súlur
og brúnir pelíkanar á flskveiðum
stungust eins og djúpsprengjur í
hafið.
Meðan binan entist köfuðum við
með stútgrímur rétt undir yfirborðið í
krystalstærum sjónum, sem iðaði af
litlum fiskum með alls konar lögun
og lit. Hér hafði náttúran látið sér fátt
finnast um þá ævafornu aðferð lifsins
til að komast af, að hafa lit tegund-
anna sem allra líkastan umhverfinu.
Þess í stað var svo að sjá sem hún
gerði sér far um að auglýsa tegund-
irnar sem allra mest; þetta var eins og
keppni um skrautlegustu ljósaskiltin.
Niðri undir botni var fyrirferðarmikil
vera á ferðinni og upp af henni stigu
loftbólur. Það var Max, í froskmanna-
búningi, og áður en langt um leið
klauf hann hafflötinn og kom upp
með tvo stóra humra í kvöldmatinn.
Nákvæmlega klukkan 6 hneig sólin
ofan fyrir sjóndeildarhringinn (við
miðbaug eru dagur og nótt nákvæm-
lega 12 tímar ár út og ár inn) og á
örskammri stund hjúpaði flauelssvart
myrkrið okkur. Við sváfum á
þilfarinu og lögðum svo upp að nýju í
dögun. Um hádegisleytið lentum við
í Puerto Ayora, stærsta þéttbýli
eyjanna (þar búa 800 manns) og
héldum af stað, fótgangandi, eftir
mjóu slóðinni sem liggur til Darwin
stövarinnar.
Við stöðina starfa ecuadorbúar,
bandaríkjamenn og evrópubúar — en
ráðstöfunarfé stöðvarinnar árið 1977,
ári áður en við komum þarna, var
aðeins 200 þúsund sterlingspund
(samsvarandi kr. 129.670.000 á gengi
þýðingardags). Af þessari upphæð
kemur fast að helmingur frá ríkissjóði
Ecuador, en afgangurinn frá sjóðum
og framlögum um allan heim. Því,
eins og Craig MacFarland, fyrrverandi
framkvæmdastjóri stöðvarinnar sagði:
„Stöðin er mikilvægt alþjóðlegt tæki
til þróunar vísindaþekkingar.
Asamt með Þjóðgörðum
Galapagos er hún undirstaða alls
rannsóknarstarfs á Galapagoseyjum. ’ ’
Við sáum í stóru gerði bak við
húsakynni stöðvarinnar hve vel hefur
tekist til með starfið. Þar mátti sjá
tegundir Galapagosskjaldbakna
skjögra um eins og forsögulega skrið-
dreka, maula kaktusablöðkur og
skvampa í grunnum pollum.
Þessar skjaldbökur eru taldar
runnar upp í Suðurasíu fyrir um 70
milljónum ára. Þær geta orðið 1,5
metrar á lengd og um 250 kg á
þyngd. Þær eiga enga ættingja nær en
í kóralrifjum Indlandshafs, og enginn
veit hvernig þær bárust til Galapagos-
eyja. Þær eru feimnar og óáreitnar, og
það hafði næstum riðið þeim að
fullu.
Þessar landskjaldbökur eru frá-
brugðnar öðrum dýrum að því leyti,
að þær geta lifað heilt ár eða jafnvel
lengur án þess að fá fæðu eða vökvun,
og það er hægt að stafla þeim eins og
eldiviði í skipalest og geyma þær
þannig glaðlifandi. Þannig enduðu