Úrval - 01.05.1979, Qupperneq 66
64
L'Rl'AL
ég drakk. svo fór ég í ískalt bað.
Hlœðu, buslaðu og frussaðu, Robbie
D.
75. dagur. Þetta var merkilegur
dagur, því hann færði mér herra
Eddie. Nokkur bílhlöss af
innfsfeddum úr nýlendu þar skammt
frá komu um kvöldið þangað sem ég
hafði sest að. Ég gaf þeim te í
lítratali, og meðan við skröfuðum fór
ég að taka eftir herra Eddie: lág-
vöxnum manni, aðeins lítið eitt hærri
en ég, sem er 152,5 sentimetrar,
hnarreistum, andlitsfríðum með
undursamlega tjáningarfullar
hendur.
Næsta morgun ákváðu gestir mínir
að einhver þeirra ætti að fylgja mér til
Pipalyatjara, tveggja daga ferð. Ég
gætti kurteisi og sagði ekkert, heldur
lagði bara af stað — og litli, gamli
maðurinn kom á eftir mér.
Ég sneri mér við, og við virtum
hvort annað fyrir okkur. Þvílíkur
gáski, dýpt, líf og reynsla í augum
hans! Einhverra hluta vegna fórum
við að hlæja. Við hlógum í fímm
mínútur, svo benti hann á sjálfan sig
og sagði „Eddie”. Ég benti á mig og
sagði ,,Robyn”. Allan þann dag og
næsta ræddum við saman með lát-
bragði, bendingum og brotum af
pitantjatjara eða ensku, og hlógum
okkur máttlaus hvort að annars
skrípalátum. Ég held ég hafi aldrei á
ævinni skemmt mér jafn vel. Svo
komum við til Pipalyatjara.
Þegar ég bjóst til að halda áfram til
Warburton, 290 km beint í vestur,
eftir þriggja daga hvíld, tilkynnti
herra Eddie að hann ætlaði að koma
líka.
80. dagur. Við lögðum af stað, og
eftir smáspöl heimtaði herra Eddie að
við legðum á okkur krók til að tína
pituri, fíkniplöntu af tóbakstegund,
sem innfæddir tyggja. Við leituðum
hljóð í nokkra klukkutíma. Ég fór að
velta því fyrir mér, hvort við myndum
nokkurn tíma komast til Warburton.
En herra Eddie mældi ekki tímann,
hann lifði í honum. Smám saman fór
ég að slaka á og njóta umhverfisins.
Það var ekki fánýtasta lexían, sem
þessi fágæti, gamli maður kenndi
mér.
94■ dagur. Við skildumst í
Warburton, herra Eddie og ég. Mér
finnst enn, að þessar þrjár vikur sem
við vorum saman hafi verið hámark
alls ferðalagsins. En nú var hættu-
legur kafli framundan — tæplega 600
kílómetrar eftir Gunbarrel þjóðleið-
inni yfír erfiða eyðimörk. Fáir leggja
vélknúin farartæki á Gunbarrel
leiðina, og ég sá auðveldlega hvers
vegna. Vegurinn var ekkert annað en
tvö þröng hjólför.
112. dagur. Þegar ég var komin
hálfan mánuð og 350 kílómetra inn á
Gunbarrel eyðimörkina, átti ég
erfiðan dag. Þegar fyrsta dagskíman
braust undir augnalokin, fann ég að
eitthvað var að, eitthvað vantaði:
Hljóminn af úlfaldabjöllunum!
Zeleika, Goliath og Bub voru horfin;
aðeins Dookie var eftir af því hann
var meiddur á fæti.