Úrval - 01.05.1979, Síða 76

Úrval - 01.05.1979, Síða 76
74 ÚRVAL rauninni var hann óvenju lágvaxinn, líklega innan við 160 sentimetrar á hæð. Hann er sagður hafa verið fríður, með hátt enni, beint nef, þvera höku — og hann var yngstur allra mikilla sigurvegara fyrr og síðar: Konungur Litlu Asíu 22 ára og Persíu að auki 25 ára. Hann var aðeins 32 ára, þegar hann lést árið 323 fyrir Krist, en hafði þá komið sér upp heimsveldi sem náði frá því sem nú er Júgóslavía til Indlands, þar með talin, ýmist að fullu eða hluta: Búlgaría, ísrael, Egyptaland, Lýbía, írak, íran, Afganistan og sneið af Sovétríkj- unum. Meira en hálfu þriðja árhundraði síðar grét Júlíus Sesar þegar hann las hve miklu Alexander hafði áorkað á unga aldri; hann taldi víst að sjálfur væri hann einskis verður í þeim samanburði. Faðir Alexanders, Filppus konungur, var þvílíkur hernaðar- og stjórnmálasnillingur, að sagan hefði sennilega kallað hann Filippus mikla, hefði ekki sonurinn orðið honum svo langtum fremri. Filippus fágaði og þjálfaði litla en öfluga herinn, sem sonur hans átti síðar eftir að leiða, gerði hið makedóníska konungdæmi sitt að miðpunkti og beygði næstum öll hin stríðandi borgríki Grikklands undir sínastjórn. Filippus valdi syni sínum kennara af mikilli kostgæfni. Einn var aðdá- andi spartversks sjálfsaga og kenndi prinsinum þolgæði. Seinna lauk vitringurinn mikli, Aristóteles, upp öðrum víddum fyrir honum. Siðfræði, heimspeki, stjórnmála- vísindum, grasafræði, líffræði, sögu, bókmenntum — og allt þetta gerði Alexander að menntaðasta þjóð- höfðingja margra alda. Á nóttunni hafði hann tvennt undir koddanum: Rýting til að gera varist laun- morðingjum og fágætt eintak af Illíonskviðu Hómers, sem Aristóteles hafði skrifað upp handa honum með sérstökum athugasemdum. 336 f. Kr. var Filippus myrtur, og um leið gerðu flestir undirsáta hans uppreisn. Þeir töldu sig ekkert hafa að óttast frá þessum barnskratta, sem nú var orðinn kóngur. En Alexander barði frá sér í allar áttir. Þepa var miskunnarlaust jöfnuð við jörðu (nema — og þar kom eitt af sér- kennum Alexanders í ljós — afkomendum og heimili Þebu- skáldsins Pindar var þyrmt). Aðrar grískar borgir gáfust upp fyrir honum með lítilli sem engri fyrirstöðu. Nú tók hann að undirbúa sigur- göngu sína í Asíu. Hún átti að verða til þess að refsa Persum fyrir innrás sem þeir gerðu í Grikkjaveldi eitthvað um 150 árum fyrr. Persía var auðugt heimsveldi, voldugra en nokkurt annað ríki í hinum þekkta heimi. Alexander hafði líklega ekki nema rúmlega 35 þúsund manna lið og sagt er, að þegar Daríus III, persa- konungur, frétti um þennan liðsöfn- uð, hafi hann hlegið. I lokaorrustunni við Daríus, þar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.