Úrval - 01.05.1979, Qupperneq 77

Úrval - 01.05.1979, Qupperneq 77
ALEXANDER, MESTI SIGURVEGARI SÖGUNNAR 75 sem nú er írak, var Persaher óhemju fjölmennur — sagt var að hann hefði haft eina milljón hermanna — svo fjölmennur, að það var engu líkara en smáher Alexanders væri eins og sker, sem flóðbylgjan myndi steypast yfir. En Alexander vann sigur með sígildu herbragði, sem hann hafði lært af föður sínum. Miðfylki hers hans leiddi athygli meginhersins að sér, en sjálfur hélt Alexander með fámennan en mjög vel þjálfaðan hægri fylkingararminn til hliðar og réðist síðan á óvinaherinn frá hlið, þar sem hann var nær óvarinn. Meðan á orrustunni stóð komst Alexander einu sinni svo nærri Daríusi, að hann náði næstum til hans með spjóti sínu, en Daríus sá sitt óvænna og flúði (hann féll svo fyrir hendi sinna eigin manna) og herinn gafast upp. Alexander hafði farið frá Grikkja- veldi með þá fullvissu frá Aristótelesi í brjósti, að persar væru veikgeðja, annars flokks mannverur, aðeins hæfar til að vera þrælar. En Alexander komst sjálfur að þeirri niðurstöðu að þetta væri göfugt fólk og virðulegt, menningin stæði hjá þeim föstum fótum, og fengi það nægan aga, yrði það góðir hermenn. Hann eignaðist marga persneska vini og lét velja 30 þúsund manna úrvals- lið ungra persa til að læra makedó- nískan hernaðaraga og grísku. Að undanskildum nokkrum nánum vinum, höfðu menn Alexanders, jafnvel þeir göfugust, andstyggð á að sjá konung sinn vingast við þjóð, sem þeir töldu ennþá svarna óvinaþjóð. Þeir höfðu komið til að drepa persa og láta greipar sópa, og þeim hafði ekki skiiist betur en Alexander væri því samþykkur. Þegar þeir komu til höfuðborgarinnar, Persepólis, hafði hann leyft þeim að fara ránshendi að eigin geðþótta; nema hvað hann hélt konungshöllinni miku fyrir sig. Flestir makedónísku hermennirnir, Alexander ekki undanskilinn, drukku of mikið. Eina nóttina er sagt að drykkjusvall hafi staðið yfir í höllinni, þegar einhver hrópaði að persarnir hefu brennt niður hofin í Aþenu fyrir 150 árum. Þess vegna væri réttast að þeir brenndu nú þessa höll til grunna. Alexander fór sjálfur í broddi slagandi fylkingar til að kasta logandi kyndlum um alla þessa glæstu höll. Ekki leið á löngu þar til hún stóð í ljósum logum. Þá rann af Alexander og hann reyndi að skipuleggja slökkvistarf, en það var of seint. (Svo merkilegt er, að þessi fylliríisbrenna kom okkar dögum til góða: fornfræðingar, sem grófu í rústir hallarinna komust að því, að sótið og askan höfðu verndað steinmyndirnar í höllinni svo þær voru nær óskemmdar.) Alexander barðist alltaf með mönnum sínum í fremstu víglínu, þar sem maður barðist við mann. Eitt sinn, er herinn var að ráðast á vel varða indverska borg, voru borgar-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.