Úrval - 01.05.1979, Page 78
76
ÚRVAL
múrarnir svo óárennilegir, að jafnvel
hinir hugdjörfu makedónar hikuðu.
Þá þreif Alexander stiga og kleif
múrana sjálfur við fjórða mann.
Síðan stökk hann inn í borgina í fífl-
dirfskuæði. Ovinirnir voru ekki á því
að láta hann sleppa svo auðveldlega
með það, heldur réðust að honum.
Hann varðist af fimi, en þar kom að
hann fékk ör í brjóstið og hneig
niður. Einn félaga hans hélt hlífi-
skildi yfír honum.
Þegar hér var komið voru menn
hans líka komnir inn í borgina, og
þegar þeir sáu ekki betur en konung-
ur þeirra væri fallinn, drápu þeir alla
kvika, konur, karla og börn, í
borginni í hefndarskyni. En þegar
Alexander komst að því að menn
hans töldu hann drepinn, mælti
hann svo fyrir að hann skyldi lagður í
opinn bát á ánni, sem rann um
borgina.
Þegar hann flaut svo fram hjá
hermönnum sínum, tók hann á öllu
sínu og lyfti hægri höndinni. Síðan
lét hann færa sér hest, sté á bak og
reið nokkur skref, fór síðan af baki og
gekk nokkur skref í viðbót.
Hermennirnir ætluðu að ærast af
fögnuði. Það var ekki að undra að
þeir fylgdu slíkum manni hvert sem
honumjjóknaðist að leiða þá.
Og hann leiddi þá svo sannarlega
víða. Þegar þeir komu til afskekkts
staðar þar sem nú er Púnjab,
tilkynntu mælingameistarar hans,
sem stöðugt mældu vegalengdirnar
að baki, að nú hefði herinn farið 18
þúsund kílómetra veg á átta árum.
Þótt þessi ferðalög væru farin í land-
vinninga- og hernaðarskyni, er margt
sem bendir til þess, að Alexander hafi
fyrst og fremst verið knúinn
ævintýraþorsta og könnunarlöngun. í
fornri sögu um hann segir höfundur-
inn þannig: ,,Hann vildi ávalt leita
lengra að einhverju óþekktu.”
Hvar sem hann fór hafði hann með
sér hóp fræði- og vísindamanna.
Hann sendi heim til Grikklands
sýnishorn af fræjum, plöntum og
jarðefnum. Hann uppgötvaði nýjar
kryddtegundir eins og kanil, og
kryddúrval grikkja margfaldaðist eftir
ferðir Alexanders.
Aristóteies hafði kennt, að
heimurinn endaði strax hinum megin
við Hindu Kush fjöllin, þar sem
rynni árin Okeanos (sfðar latína
oceanus, síðar miðenska ocean =
úthaf). Alexander hélt yfír Hindu
Kush og komst að því að heimurinn
hélt áfram og áfram, fullur af
auðugum konungsríkjum. Hann
leiddi menn sína í ákafa, oft með
orrustum, yfir fjórar af stóránum
fimmí Púnjab.
En þegar hann kom að þeirr
fimmtu, Hyfasis, neituðu menn hans
að fylgja honum. Hershöfðingjum
hans fór á sömu leið. Þeir höfðu heyrt
að við ofurefli liðs væri að etja fram-
undan, en raunverulega ástæðan var
líklega regntímabilið skelfilega. í þrjá
mánuði var himinninn ekkert nema
regnský. Hitinn og rakinn voru yfir-
þyrmandi. Maturinn eyðilagðist á