Úrval - 01.05.1979, Qupperneq 93

Úrval - 01.05.1979, Qupperneq 93
DANS HÖRMUNGA — DANS VONA 91 ,,vara-listamönnunum” tók fyrir linsuna hjá mér. Hann var með flatt kósakkaandlit, og tortryggnin glitraði í svörtum augunum. Hann spurði mig hvemig ég hefði getað keypt svona dýra myndavél. Pening- arnir hlutu að hafa komið frá and- sovéskri stofnun. Því miður hafði ég rennt stoðum undir tortryggni hans með því að ganga um með uppglennta skjáina síðan við komum. Heppilegast var að láta sem maður væri gersamlega áhugalaus og gefa í skyn að maður teldi allt vera uppgerð, leiðinlegt og að minnsta kosti engan vegin sambærilegt við það sem fremsta sósíalistaríki heimsins hefði. Öll „óeðlileg” athygli á hlutunum í Bandaríkjunum var þess vegna viðvörunarmerki til fararstjóranna — og ég hefði geflð mörg slík viðvömnarmerki. Ég var eins og ungur Kólumbus — sérhver ný upp- götvun sást ljóslega framan I mér. Lokasönnunin fyrir sviksamlegu hugarfari mínu var súmmlinsan, sem ég var að hugsa um að kaupa á myndavélina og hafði aðj, láni til reynslu. Þvílíkir hlutir þekktust ekki í Rússlandi. ,,Ég keypti hana ekki,” sagði ég blátt áfram. ,,Ég er bara að prófa hana.” Þetta sannaði honum að hér hefði hann sett í feitt. Því hvaða löglegur bandarískur kaupmaður myndi lána sovéskum dansara svona dýran búnað? Þetta var allt of fjarstætt öllu því sem hann þekkti. Þar að auki vissu allir að New York var „gyðingleg” borg. Það breytti engu þótt ég teldi mig rússneskan, hvern einasta blóðdropaí mér: í augum KGB var ég líklegur svikari. Syndaselur Til þess að létta á óhamingju minni yfír þessu atviki, keypti ég sportskyrtu. Svona skyrtu hafði enginn rússi nokkurn ríma augum borið fyrr. Rauðgulu rákirnar í skyrtunni komu mér í gott skap aftur, og ég hélt áfram að kvikmynda með vinum mínum, þangað til tími var kominn til að halda til Madison Square Garden, þar sem við áttum að koma fram. Vartanjan og aðstoðarmenn hans geystust fram og aftur að tjaldabaki og var mikið niðri fyrir. Félagi Fról Kotslof, næstráðandi Krústjoffs, ætlaði að vera viðstaddur sýninguna um kvöldið, og Sol Hurok, bandaríski umboðsmaðurinn, hafði boðið öllum hópnum til fagnaðar eftir sýninguna. Okkur hafði verið sagt að koma í hvítum skyrtum og jökkum og fara beina leið — öll 200 — í samkvæmið. Nú fyrst mundi ég eftir þessu. Einhver lánaði mér jakka, en enginn átti hvíta skyrtu til vara. Ég hefði getað hlaupið út í næstu búð og komið aftur með hvíta skyrtu að vormu spori — en ekki einn míns liðs. Allir voru önnum kafnir að búast fyrir sýninguna. Ég bað einn eftir annan að koma með mér — meira að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.