Úrval - 01.05.1979, Qupperneq 96
94
ÚRVAL
kynni ef til vill að hafa rangt fyrir sér.
,,Þú braust eitthvað af þér í
Ameríku. Eitthvað alvarlegt.
Hvað gæti hún ímyndað sér að það
væri? spurði ég í þúsundasta sinn.
,,Þú hefur sagt eitthvað, eða
kannski hitt einhvern sem þú hefur
ekki átt að hitta.”
Það var inn í þetta innihaldslausa
hjónaband, sem Andrei sonur okkar
fæddist. Ég hafði ekki viljað eignast
barn. Við bjuggum í blokk sem
bæjarfélagið átti, 13 manns um einn
vatnskrana — ekkert bað — til að þvo
sér við og sækja vatn til heimilisnota.
Nú hjalaði þetta kraftaverk sköpunar-
innar í vöggu sinni og ég hafði
andstyggð á sjálfum mér fyrir að vera
reiður Líju fyrir að eignast hann móti
vilja mínum. Líja hafði ekki minni
andrúð á mér heldur en ég á henni og
lá ekkert á því. Ég bar mun minni
tekjur heim heldur en henni þótti
mér skylt handa englinum hennar.
Þeir einir höfðu góðar tekjur af
ballettinum sem höfðu gjaldeyris-
tekjur vegna vinnu á erlendri grund,
og nú höfðu heimska mín og
sviksemi komið t veg fyrir þann
möguleika.
Persðnulegur greiði
Ballett sá ég í fyrsta sinn á ævinni í
Vilníus í Litháen, þar sem faðir minn,
Matvei Shúlman, var framkvæmda-
stjóri Leðurvöru- og skófatnaðar-
framleiðslu ríkisins. Ég var átta ára.
Ballettinn var Þyrnirós eftir
Tsjaikofski. Ljóminn og glæsi-
bragurinn á sviðinu var einmitt það
sem mig hafði dreymt um stðan ég
heyrði fyrsta ævintýrið. Mig svimaði
þegar ég hélt frá leikhúsinu þetta
kvöld.
Mörgum árum seinna varð ég jafn
gagntekinn er ég kynntist
ballettinum Petrushka. Þar hafði ég
sönnun þess að gegnum ballett mætti
túlka mikilvægustu tilfinningar og
sannleik lífins. Æfingar fyrir sýningu
Malíleikhússins á þessum ballett
hófustsnemma árs 1961.
Það sem ég sá sameiginlegt með
mínu eigin ástandi og ástandi
Petrushka gerðu hlutverkið að
persónulegri túlkun. Við vorum báðir
fórnarlömb meinlegra og óskiljan-
legra afla. Ég held að ég hafi haft
köllun til að túlka ,,litla manninn,”
þann, sem enginn skildi. Hvers vegna
var hann eilífur skotspónn yfirmanna
sinna? Hvaða akkur var þeim í að
valda honum óhamingju? Saklaus þrá
brúðunnar Petrushka til þess að vera
með dansmeynni opnaði augu mín
fyrir örlögum allra dreymenda. Hvert
sem ég leit, voru þeir hraktir og
hrjáðir.
Hver sýning var veisla fyrir sjálfs-
píningarhvöt mína. Ég sat í hjallinum
sem kallaður var heimili mitt og kom
mér í Petrushka-skap með ákveðinni
einbeitingu, nærðist á mótlæti mínu
með listamannslegum öfgum svo ég
trúði því beinlínis að það sem ég
hafði mátt þola væri eins þjáningar-
fullt — og ef til vill eins sorglegt —
og það sem brúðan hafði orðið að