Úrval - 01.05.1979, Síða 109
DANS HÖRMUNGA — DANS VONA
107
Mér var „boðið” að koma með á
lögreglustöðina.
,,Það er ekkert skelfílegt,” sagði
deildarstjóri rannsóknarlögreglunnar.
,,Mig langar bara að spjalla um — ja,
hvað er þetta annars með umsókn um
að fara eitthvað?” Svo hélt hann
áfram með hverja asnaspurninguna af
annarri: „Býrðu enn á sama stað?”
— og tímasóunin fór að verða
óþægileg.
Loks kallaði einhver á hann í síma.
„Það er allt í lagi. Ertu viss?” spurði
hann. Svo sagði hann mér að ég
mætti fara. „Mig langaði bara að
kynnast þér. Þakka þér fyrir
komuna.”
Eg flýtti mér út úr húsinu og ætlaði
heim að róa Gölju. Moskvu prospekt
var auð nema hvað bíll kom og nam
staðar, hleypti út tveim mönnum og
hélt svo aftur af stað í flýti. Þá þegar
var orðinn ávani hjá mér að horfa um
öxl. Þegar ég var kominn svo sem
hundrað metrum lengra, kom þriðji
maðurinn út úr bílnum fyrir aftan
mig.
Eg veitti honum ekki athygli fyrr
en hann þreif í mig. „Heyrðu, hvað
meinar þú með þessu? Hvað á það að
þýða að hrækja á mig!?”
Hann rak peysuna sína upp að
nefínu á mér. Á henni var hrákadella.
Ef vera kynni að ég tæki þetta ekki
sem slagsmálaásorun fór hann að
hrinda mér. Ég hafði engan stað að
flýja, en ósjálfrátt tók ég til fótanna.
Ég komst um 30 metra áður en ég var
umkringdur. Bíllinn geysist til okkar.
Mér var hrundið inn í hann. Vitni
„hafði af tilviljun átt ieið hjá” og
bauðst til að gefa skýrslu.
Um helgina dvaldi ég í lítilli
fangelsisholu í kjallara, fullum af
skorkvikindum, ásamt öðrum sem
biðu yfirheyrslu. Snemma á mánu-
deginum var farið með okkur upp í
hópum og komið fyrir í klefa bak við
tvennar, þykkar glerrúður. Glottandi
KGB offísérar bentu á mig í
hópnum.
„Panov, Valery Matveievitsj.
Hræktir þú á borgara X? Það skiptir
engu, þótt þú sért virtur listamaður.
Þorparar leynast í röðum þeirra líka.
Tíu dagar.”
SVARTA MARÍA ROGAÐIST varla
með hlassið. Körlum og konum var
staflað aftan í hana inn í kassa, sem
jafnvel eftir heillar helgar þurrkun
angaði af vodka.
í gegnum sprungu í hliðinni á
bílnum sá ég stórt þungt hlið lokast á
eftir okkur. Tíu járndyrum seinna
vorum við í stórum garði risavaxins
fangelsins. Á skilti á einum veggnum
stóð að Lenín hefði setið þarí haldi.
Stærð staðarins gaf til kynna að
þetta væri hluti af Stóra Húsinu,
aðalstöðvum KGB í borginni. Til þess
að komast hjá þeirri athygli, sem
þessi hrikalega bygging — Leníngrað-
útgáfan af hinu illræmda Lúbjanka-
fangelsi í Moskvu — hefði ella vakið í
miðri borginni, er byggingin dulbúin
með margvíslegum framhliðum og