Úrval - 01.05.1979, Qupperneq 109

Úrval - 01.05.1979, Qupperneq 109
DANS HÖRMUNGA — DANS VONA 107 Mér var „boðið” að koma með á lögreglustöðina. ,,Það er ekkert skelfílegt,” sagði deildarstjóri rannsóknarlögreglunnar. ,,Mig langar bara að spjalla um — ja, hvað er þetta annars með umsókn um að fara eitthvað?” Svo hélt hann áfram með hverja asnaspurninguna af annarri: „Býrðu enn á sama stað?” — og tímasóunin fór að verða óþægileg. Loks kallaði einhver á hann í síma. „Það er allt í lagi. Ertu viss?” spurði hann. Svo sagði hann mér að ég mætti fara. „Mig langaði bara að kynnast þér. Þakka þér fyrir komuna.” Eg flýtti mér út úr húsinu og ætlaði heim að róa Gölju. Moskvu prospekt var auð nema hvað bíll kom og nam staðar, hleypti út tveim mönnum og hélt svo aftur af stað í flýti. Þá þegar var orðinn ávani hjá mér að horfa um öxl. Þegar ég var kominn svo sem hundrað metrum lengra, kom þriðji maðurinn út úr bílnum fyrir aftan mig. Eg veitti honum ekki athygli fyrr en hann þreif í mig. „Heyrðu, hvað meinar þú með þessu? Hvað á það að þýða að hrækja á mig!?” Hann rak peysuna sína upp að nefínu á mér. Á henni var hrákadella. Ef vera kynni að ég tæki þetta ekki sem slagsmálaásorun fór hann að hrinda mér. Ég hafði engan stað að flýja, en ósjálfrátt tók ég til fótanna. Ég komst um 30 metra áður en ég var umkringdur. Bíllinn geysist til okkar. Mér var hrundið inn í hann. Vitni „hafði af tilviljun átt ieið hjá” og bauðst til að gefa skýrslu. Um helgina dvaldi ég í lítilli fangelsisholu í kjallara, fullum af skorkvikindum, ásamt öðrum sem biðu yfirheyrslu. Snemma á mánu- deginum var farið með okkur upp í hópum og komið fyrir í klefa bak við tvennar, þykkar glerrúður. Glottandi KGB offísérar bentu á mig í hópnum. „Panov, Valery Matveievitsj. Hræktir þú á borgara X? Það skiptir engu, þótt þú sért virtur listamaður. Þorparar leynast í röðum þeirra líka. Tíu dagar.” SVARTA MARÍA ROGAÐIST varla með hlassið. Körlum og konum var staflað aftan í hana inn í kassa, sem jafnvel eftir heillar helgar þurrkun angaði af vodka. í gegnum sprungu í hliðinni á bílnum sá ég stórt þungt hlið lokast á eftir okkur. Tíu járndyrum seinna vorum við í stórum garði risavaxins fangelsins. Á skilti á einum veggnum stóð að Lenín hefði setið þarí haldi. Stærð staðarins gaf til kynna að þetta væri hluti af Stóra Húsinu, aðalstöðvum KGB í borginni. Til þess að komast hjá þeirri athygli, sem þessi hrikalega bygging — Leníngrað- útgáfan af hinu illræmda Lúbjanka- fangelsi í Moskvu — hefði ella vakið í miðri borginni, er byggingin dulbúin með margvíslegum framhliðum og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.