Úrval - 01.05.1979, Page 112
110
Moskvu, og sögur um harðréttið, sem
við vomm beitt, fóm að birtast x vest-
rænum blöðum. Undirskriftum með
beiðnum um að okkur yrði sleppt var
safnað í Vesturevrópu og Bandaríkj-
unum. Þetta fór óskaplega í
taugarnar á opinbemm aðilum í
Leníngrað, sérstaklega þegar Frelsis-
útvarpið og Rödd Ameríku útvarpaði
fréttunum aftur til Rússlands.
Það hljómar fallega að berjast fyrir
hugsjónum sínum, en hinn leiðinlegi
sannleikur er sá, að við eyddum rétt
eins miklum tíma í að hugsa um
magana í okkur. Þá bjargaði Batsheva
de Rothschild, barónessa, verndari
nútíma danslistar í Tel Aviv, okkur.
Hún hafði hringt þegar þrengingar
okkar hófust. Nú sendi hún manna af
himnum í formi amerískra dollara.
En ekkert gat bjargað okkur undan
stöðugu eftirliti. Fastur hluti af
tilvem minni vom KGB andlit, sem
fylgdu mér hvert sem ég fór. Þegar ég
fór út úr húsinu, heyrði ég: ,,Hann er
að fara út! Flýttu þér í bílinn!” Ef ég
sneri aftur til að ná í eitthvað sem ég
hafði gleymt, rakst ég á svírasveran
drjóla sem kom þjótandi. Það hefði
átt að gera mig að Hetju sósíalskrar
vinnu fyrir að veita svo mörgum
mönnum starf — tveimur bílhlössum
suma dagana, að viðbættum varð-
mönnum sem komið var fyrir á
viðkvæmum stöðum, við áríðandi dyr
og strætisvagnastöðvar! Stundum
fómm við úr borginni til að losna við
þá. Við fundum okkur þá kannski
ÚRVAL
búð til að kaupa mjólk í — og þá var
einhver þeirra þar fyrir.
Eitt meginverkefni þeirra var að
hindra að ég hefði persónulegt
samband við umheiminn. Þeir
hótuðu að vísa vestrænum frétta-
riturum úr landi fyrir að eiga viðtöl
við mig og reyndu að gera filmur
þeirra upptækar. Loks var síminn
tekinn úr sambandi hjá okkur. Svo
var lokað fyrir póstinn.
Þeim fáu vinum, sem héldu áfram
kunningsskap við okkur var hótað
stöðumissi og jafnvel ógnað með að
þeir yrðu sviptir leyfinu til að búa í
Lenlngrað. Einum, sem búið var að
reka, tókst að eiga bílinn sinn áfram
og hann ók mér stundum það sem ég
þurfti að fara. Dekkin vom skorin í
sundur hjá honum — alls átta
sinnum!
Hótanir og brögð
Svo er Clive Barnes og Patriciu
konu hans fyrir að þakka, að mál
okkar var orðið víðfrægt. í Washing-
ton D.C skrifuðu 60 félagar Arena
Stage Company undir beiðni til
sovésku stjórnarinnar, í nóvember
1973, um að láta okkur laus. Fyrr
þetta ár hafði hópur sviðslistafólks —
Harold Prince, Joanne Woodward,
Paddy Chayefski og fjölmargir aðrir
— haldið samúðarfund á Broadway
til þess að mótmæla örlögum mínum
og annarra sovéskra gyðinga, sem
vom að reyna að fá leyfí til að komast
úr landi. Mjög áhrifamiklar greinar,